<$BlogRSDURL$>

mánudagur, apríl 26, 2004

Próf sökka!!! 

Vá hvað það er ógeðslega leiðinegt að vera í prófum.... Þetta er versti tími ársins!! En það sorglegasta hjá mér í dag er það að pabbi og Ásrún, konan hans eru að koma heim frá Frakklandi sem þýðir að ég þarf að skila bílnum. Ég sem er búin að hafa það svo gott á honum síðustu vikuna.. En það er nú samt sem áður gaman að hitta gamla settið!!
í dag er ég ekki búin að afreka mjög mikið, eða jú reyndar ef ég hugsa betur út í það er ég alveg búin að gera ágætlega mikið. Vaknaði kl.7:30 og fór í Jarðfræðipróf, það gekk ágætlega held ég bara. Eftir það skutlaði ég Karen heim og ákvað að kíkja aðein inn með henni og hafa gaman, horfa á Neighbours og svona saman en klukkan var samt bara 9:30 en nei nei þá skellir hún sér í e-n andsk... tölvunördaleik og er í honum ekkert smá lengi svo ég kveð og fer heim. Fer að hanga í tölvunni heima og svo aðeins uppí Hjallaskóla þar sem ég ætlaði mér að hitta skólahjúkkuna til þess að fá e-ð blað útaf AFS en hún er ekki við svo ég fer niður á Sýsló til þess að panta mér nýtt vegabréf. Alltaf gaman að koma niður á Sýsló og hitta Hrund, ávalt hress sú! Ég var á þessum tímapunkti búin að fyrirgefa Karen með leikinn svo ég fer í óvænta Neighbours heimsókn til hennar. Skutla henni til Aldísar Aðalbjarnar, fer svo heim og niður í vinnu til Telmu þar sem hún klippti mig smá og ég launaði henni með því að hanga hjá henni í u.þ.b. 2 klt. Lilja kemur líka þar og er með okkur. Við Lilja höldum heim á leið um 16:30 og þá liggur leið okkar upp í Digranes í Röskvu, við hlaupum góða upphitun (þess má geta að Lilja svindlaði og hljóp bara í korter) og liftum svo eiginlega engu miðað við hina sem voru að lyfta þarna. Svo förum við inn í sal í körfu, fótb., og smá vítakeppni þar sem ég var að brillera í markinu eins og alltaf. Ég fór heim og Lilja heim og svo kom hún til mín að horfa á O.C. (þvílík snilld, jafnast næstum á við Neighbours) og svo förum við til Karenar sem er rétt að koma úr sturtu og er 100 ár að klæða sig og myndarmennskan var í fyrirrúmi og við förum að þrýfa bílinn uppi í Engihjalla. Telma var búin að hóa saman nokkrum í körfubolta, Heimi, Tinnu og okkur, Lilju og Karen. Við fórum þangað en þá beiluðu aumingjarnir og kvörtuðu undan kulda og létu alkhólistagenin taka völd. Þannig að við skiljum við þau á Shooters og allir fara til síns heima. Eða ég er reyndar núna hjá pabba að bíða eftir þeim. En nú nenni ég ekki að skrifa meir er með skrítinn verk í vinstri hönd þannig að ég kveð í bili.....

Það til næst......"Allir eru vinir, meðan vel gengur".... Kveðja, ég!!

|

laugardagur, apríl 24, 2004

Passion of the Christ

Skellti mér í bíó í gær með skötuhjúunum þeim Heimi og Tinnu á ofangreinda mynd. Vá hvað þessi mynd fær á mann og fær mann til að hugsa. Það sem mannsonurinn lagði á sig fyrir okkur hin er algjörlega ómetanlegt. Og hvar er þakklætið hjá okkur?? Það er nákvæmlega ekki neitt, fólk hugsar ekki um neitt annað en veraldleg gæði nú til dags og hvernig hver og einn getur orðið mestur og bestur... Þetta er algjörlega óviðunnandi hegðun og ættu allir að skammast sín fyrir það.... Eins og Jesú orðaði það: "Ef þér elskið einungis þá er elska yður, hvaða þökk eigið þér þá?" Þetta er nákvæmlega það sem ég er að tala um, hvar er náungakærleikurinn?? Ég held að það ættu allir að fara að endurskoða eigin lífsgildi og þá er ég alveg eins að tala um mig sjálfa og hvern annan. Við eigum að hætta að vera svona gráðug og þakka frekar fyrir það sem við höfum nú þegar, lífið... Að við séum holdi borin og höfum verið metinn þess verðug að vera hluti af þessum heimi, hætta að hugsa svona mikið um eigin hag og reyna frekar að styrkja heildarmyndina. Það er það sem Jesú var að reyna að koma á framfæri og gott dæmi um það er að þegar hann var á krossinum var það eina sem hann sagði um þessar siðlausu og sálarlausu mannskepnur sem gerðu honum þetta: "Faðir fyrirgef þeim, þeir vita ei hvað þeir gjöra".
Ég mun fara að huga alvarlega að því nú að breyta lífsstíl mínum og viðhorfum til hins betra, það þarf oft e-ð svona til þess að fá mann til að vakna og átta sig.....

Kvöldið var langt í frá búið eftir þetta, um kl.1:30 hringdi Rúnar bóndi í mig og bað mig að skutla sér, Atla Rúnari og Binna niður í bæ. Ég geri það með bros á vör en þegar við komum niður í bæ fær Rúnar e-a bakþanka með bæjarferðina en fer á endanum niður í bæ með því loforði frá mér að ég muni sækja hann seinna um nóttina. Ég fer heim og vona að ég nái nú e-m smá svefni áður en ég þurfi að fara aftur af stað því ég er búin læra eins og brjálæðingur í dag og þurfti því að vakna snemma. En nei ég var rétt svo að svífa inn í land draumanna þegar síminn hringir og ég beðin um að koma og ná í drengina. Ég skutla Atla heim en þegar ég er að fara að skutla Rúnari uppgötvar hann að hann sé búinn að týna lyklunum sínum. Við förum nú samt heim til hans og hann reynir að skrúfa upp gluggann með kreditkorti á meðan ég bíð útí bíl ótrúlega sofandi í HK-stuttbuxum. Honum tekst ekki að opna gluggann og því þurfum við að fara heim til mín til þess að tékka hvort lyklarnir hafi nokkuð orðið eftir í bílnum á leiðinni í bæinn (ég fór sko á öðrum bíl þangað). En lyklarnir eru hvergi sjáanlegir svo við brunum upp í hesthúsið hans þar sem hann ætlaði sér að ná í skrúfjárn til þess að fara inn um gluggann en finnur þar ekki neitt nema e-n eldgamlann hníf og við aftur af stað heim til hans og ég skil hann þar eftir og vona að hann komist inn.... Fékk svo skilaboð seinna um nóttina þess efnis að hann hafi nú komist inn strákurinn....
En þetta er ekki búið, ég komin heim aftur og upp í rúm og er á nákvæmelga sama stað í því að sofna eins og fyrr um nóttina þegar strákarnir hringdu úr bænum og þá hringir síminn minn og stendur á honum: "Bjútíið heima", sem er Karen heima. Ég held að það sé nú e-ð alvarlegt að fyrst að hún sé að hringja um hánótt (það er sko ekki vaninn að hún sé á fótum svona seint) en þá er hún að bi/yðja mig að sækja Valda í bæinn. Ég bara gat ekki meir (búin að snúast með Rúnari í 2 tíma eða e-ð álíka og klukkan orðin hálf fimm eða meira þegar hér er komið við sögu) og sagði því nei við hana og bi/yðst hér formlegrar afsökunnar á því Karen & Valdi!! En mér skilst að hann hafi nú skilað sér í Kóp. með e-m hætti þannig að ég þarf ekki að vera með mikið samviskubit. Þess má nú samt til gamans geta að ég gat ekki sofnað strax aftur og lá því í nokkrar mín vakandi en svaf svo eins og ungabarn það sem eftir var næturinnar og vaknaði ekki fyrr en kl.11 þegar Karen Rúnars hringdi og vakti mig, en ég þakka henni það því að ég er búin að vera að massa jarðfræðina í allan dag og hefði ekki mátt sofa lengur..........
Vinna í kvöld og svo að kíkja smá í afmæli til Jóhönnu Sifjar og svo í handb.teiti hos Bína.... Ég er búin að taka þá ákvörðun að vera í ökuhæfu ástandi í kvöld en er samt ekki að fara að endurtaka snúninga síðastliðinnar nætur!! Annars er ég nú ekkert pirruð yfir þessu, það var nú meira í gríni en alvöru.....

Þar til næst......hefnd egnir til hefnda!!! Munið það!!

|

föstudagur, apríl 23, 2004

Fjallganga

.....
Því hversu mjög sem mönnum
finnast,
fjöllin há, ber hins að minnast,
sem vitur maður mælti forðum
og mótaði í þessum orðum,
að eiginlega er ekkert bratt,
aðeins mismunandi flatt.
Tómas Guðmundsson

Rakst á líka þessa líka ótrúlega flottu stöku í jarðfræðibókinni minni í gær (já mín er sko heldur betur byrjuð að lesa fyrir prófin). Mér fannst þetta mjög sniðugt og þetta alveg bjargaði annars leiðinlegum lestrardegi fyrir mér, bara til að fræða ykkur þá var þetta í kafla sem er um hæðarmun. Sumardagurinn fyrsti í gær og ég inni að lesa í geggjuðu veðri, hvað er það?? Þetta er algjörlega óskiljanlegt að það þurfi að troða blessuðum prófunum inn á svona tíma.
En nóg um það, mig langar að byrja á því að óska Díönu til hamingju með sigurinn í gær, því næst óska ég honum Heimi mínum til hamingju með flutninganna og að lokum vil ég óska Lóu til hamingju með nýja barnabarnið og Hauki Sigurvins um leið til hamingju með barnið, en hann bjargaði einmitt deginum fyrir mér fyrr í vetur!!
Ég hélt í hefðirnar í morgun og svaf yfir mig þó að ég ætti að mæta kl.10 í skólann en það sem verra er er að ég bar einning ábyrgð á því að Karen mætti of seint. En það er nú í lagi því að hún svaf líka yfir sig, var nývöknuð er hún hringdi í mig kl.10. Ég skil þetta samt ekki því að ég var alls ekki þreytt í gær né í dag en vaknaði samt ekki við klukkuna. Ég er samt heppin að hafa bara farið að sofa snemma en ekki álpast í e-r heimsóknir sem stóðu til boða og þ.l. farið enn seinna að sofa og vaknað enn seinna og kannski bara misst af öllum skólanum. En í dag lauk formlega mínum síðasta degi í Verzlunarskóla Íslands allavegana í rúmt komandi ár.
Þarf að hætta núna því jarðfræðin bíður og vinnan eftir það en að lokum ætla ég að skella inn smá grein um mig og annað fólk er fætt þann herrans dag 20.mars t.d. Hrannar Axfjörð elskulegan litla bróður minn...

Þar til næst.....

Þú ert mjög ástundunarsamur við verk og hefur næmar og skilningsgóðar gáfur. Minni þitt er mjög gott, og þú hefur mikla nautn af að rifja upp á ný skemmtileg atvik frá liðinni ævi. Enda þótt þú sért mjög hugbundinn skyldustörfum þínum og sinnir þeim af mikilli kostgæfni, ertu mjög gefinn fyrir gleðskap og ferðalög. Líkindi eru fyrir fleiru en einu hjónabandi.

Hvað finnst ykkur um þetta?? Passar það við mig?? Þetta með gáfurnar er að sjálfsögðu 100% rétt...

|

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Fullt af myndum að detta inn, mun á morgun skella inn myndum síðustu helgar.... Hef ekki haft mig í það að setja þær inn þar sem þær eru um 150 talsins og ég þarf að gera nokkur account fyrir þær sem er ömurlegt!! En ég vinn e-ð í þessu á morgun, milli þess sem ég les jarðfræði....

Þar til næst, sá sem ekki elskar sjálfan sig getur ekki elskað aðra!!!

|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég færi Aldísi hér með 1000 þakkir fyrir að kynna mér PBase ásamt Grétu!!! Hún á stóran part af hjarta mínu og hefur stuðlað að því að ég muni halda áfram á beinu brautinni í bloggheiminum!!! Takk takk

|
Var að skella inn myndum síðan á mánudaginn, endilega kíkkið á þær!! Ég sigraðist á yfirvöldum PBase.com og veit núna hvernig þetta virkar og ég mun sko aldrei borga einn einasta eyri fyrir!!! (ok, Gréta sagði mér frá þessu öllu en það þarf ekkert að ræða það frekar, takk takk samt Gréta mín) En svo koma hinar myndirnar von bráðar, síðan á Nemó og úr Karenar afmæli, var sko búin að skella þeim inn en þá gerðist hitt en ég geri það bara aftur..... Ekki drekka of mikið í kvöld þó að það sé frí á morgun, Íslendingar nota allt sem ástæðu til að detta í það, Þorláksmessu, Sumardaginn fyrsta, 1.des og ég veit ekki hvað og hvað.... Þetta er nú meiri vitleysan en ég verð edrú, próf í nánd og endalaus lærdómur!! Þar til næst.... hafið það sem allra best!!

|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Þetta er nú meira ruglið. Skil ekkert í þessari myndasíðu sem geymir myndirnar mínar... Núna get ég allt í einu ekki sett inn myndir meir... Svo var ég að lesa að eftir 30 daga á að fara að taka gjald af mér fyrir að hafa myndir þarna... Ég verð að kíkja betur á þetta!!

|

mánudagur, apríl 19, 2004

Óð fluga nálgast óðfluga,
ætli þetta sé góð fluga....???

Þetta heyrði ég frá henni Erlu Guðrúnu í skólanum í dag og fannst ekkert smá sniðugt. Helgin var hress, fór þarna í afmælið hjá Karen og bloggaði einmitt þar ekki alveg í besta ástandinu enda kom líka ömurlega leiðinleg færsla út úr því. En við fenguð mjög góðan mat sem Karen eldaði sjálf og köku og alles í eftirrétt. Svo var endalaus glaumur og gleði.... Þegar við vorum bara orðnar fimm eftir, ég, Karen, Telma, Tinna V. og Freyja þá hugðumst við skella okkur á Shooters allar nema Freyja. En þegar þangað var komið var ekki sálu að sjá svo við fórum heim til Tinnu V. í staðinn og þar var krúið hans Einars að spila og vorum við þar í smá tíma en skelltum okkur svo á Felix sem var hin fínasta skemmtun. Ég svaf aðeins í tvo tíma því ég þurfti að vakna kl. 9 í gærmorgun til þess að fara í fermingu og var ekki alveg sú hressasta þar. Mamma var viss um að það væri ekki runnið af mér og sagði að ég angaði eins og bruggverksmiðja og bað mig því vinsamlegast að anda ekki með munninum í kirkjunni..... En já Karen er hjá mér og ég verð að fara að sinna henni en í gær var ég í þessari fermingu sem var hjá Auði dóttur Friðriks sem er maður mömmu minnar og svo hékk ég með Karen og Ítalska skiptinemanum henni Astrid á Kofa Tómasar Frænda og leigði svo spólu um kvöldið með mömmu og Lilju en hélt í hefðirnar og svaf yfir henni.... Skelli myndum helgarinnar inn á eftir...... Hafið það sem allra best þar til næst!!

|

laugardagur, apríl 17, 2004

Tinna V. er sko Tinna mark elskan.................

|
blogg nörd er það eina sem sagt er við mig þessa stundina sskkkooo (vitnað i elias ma) hressandi..... en sko það er gaman her og allir hressir og eg er buin að taka svo mikið af myndum að það er magnað, mun skella þeim inn a morgun eða e-ð.... meira að segja bloggmyndi
r... en eg verð að skella myndum inna af sumum sem voru ekki hressir með myndaleysið af þeim, það er sko folk sem hugsar bara um sig en það er hresst og folk er cool með sjalfann sig sko en herna eg er að hugasa um að tala við lilju hun er sko að tala við Bínu Fínu KFC geit hehehehehehhehehe funny shit........ En Sabrina er að fara heim a morgun svo bina litla er ekki að djamming, en hun mun njota samvistar minnar a mið. en sko marta er komin að sja blogg aldarinnar i fyrsta skipti sko og við erum að fara að skella okkur i artí fartí djamm sko (ekki samt MH) lusera djhamm en þið verðið hress honeys þangað til næst (er nybuin að læra að það er ekki tvö n i þangað) damn eg er hætt að geta skrifað sko en bið að heilsa og bið að heilsa öllum spes þeim sem eg elska og það eru allir sko............... sjaumst hress sem fress a eftir og Tinna V er komin sko sko skos koskoskoksoskosksoksoksoksoksoksoksoksoks (bara fyrir þig óli minn)

|
Ble... mar!! ER (samt ekki bráðavaktin sko) í svaka afmælisteiti hjá elskunni minni henni Karen!! Það er massívt partý og allir í stuði. Lekurinn á móti Gróttu tapaðist áðan 22-9 og þess má til gamans geta að ég var markahæst með 2 mörk hehe, sem er ábyggilega lægsta skor sem e-r hefur verið með markahæstur í sögu handboltans. Allavegana ekkert sem jafnast á við krúttið mitt sko.... En já ég er svaka partýspillir í tölvunni svo ég kveð í bili en skrifa kannski þegar ég kem heim á eftir, ef ég fer þá heim. En þarf að vakna kl.9 því ég þarf að vera mætt í fermingu kl.11 en þangað til næst...... Hafið það gott, farið vel með ykkur og gangið hægt um gleðinnar dyr elskurnar mínar og endilega skrifið í gestabókina mína en eplateljarinn er dauður sem er mjög sorglegt............

|
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún Karen, hún á afmæli í dag.....
Vvveeiiii.......

Innilega til hamingju með daginn elsku engillinn minn! Nú ertu loksins orðin 17 ára og það þann 17.apríl :-) Við skemmtum okkur ærlega annað kvöld (í kvöld, það er víst komið yfir miðnætti).
Búin að skella í þvottavélina og var að koma heim af Shooters (held að það sé skrifað svona og ég var edrú að vanda enda leikur á morgun og svo er ég farin að kunna svona hevy vel við mig edrú eftir að ég fékk blessað bílprófið), en þar var einmitt MK-bjórkvöld eins og alltaf. Þar hitti ég ekki ómerkari menn en Grjóna, sem var að vinna í dyrunum í kvöld og það var mjög erfitt að sannfæra hann um að ég væri´85 og héti ekki Hildur... hehe en ég komst nú inn þrátt fyrir það. Jón Valberg er hinn peyinn sem ég ætla að nefna hér og mér þykir merkilegt hvað sá maður getur talað (þó að ég þekki nú mig). En hann var hress og tilkynnti mér það að hann væri nú að fara að skella sér í sund, það væri fróðlegt að vita hvort hann ætli naked oní þar eins og í pottinum hjá Telmu um páskana þar sem btw Jón málari (þið getið séð myndband með honum á skjá einum) fór líka naked í pottinn og ég mun ekki ræða þá sjón sem ég sá frekar hér.
Á morgun verður dagurinn tekinn snemma því ég er að fara að búa til marsipan blóm á fermingartertu sem mamma er að gera og ég er svo einkar handlagin að ég fæ að gera skrautið. Svo veit ég ekkert hvað ég geri, held upp á daginn hennar Karenar sennilega samt þó svo að hún verði ekki með mér fyrr en um kvöldið en þá er einmitt matarboð hjá henni og skemmtun fram á rauða nótt. Svo er ég að fara í fermingu á sunnudaginn og á boðslista þar er ekki ómerkari maður en Maggi P. og ég vona nú að hann láti sjá sig þar. En nú er ég að hugsa um að leggjast til hvílu og bið alla vel að lifa þar til næst!! G.N.

P.s. það er merkilegt hvað fólk getur verið hresst, ég og Kæja hittum hressasta mann landsins fyrir utan Shooters áður en fólk fór að flykkjast þangað í skrall og hann var samt að sjálfsögðu kominn með mjöð í hönd langt á undan öllum öðrum....

|

föstudagur, apríl 16, 2004

Ja hérna, ég svaf frá 2-7 í dag og það var eitt það besta sem ég hef upplifað lengi!! Guð hvað þetta var good, en núna er ég bara ekki að gera nokkurn skapaðan hlut, bara e-ð að hanga og að spá í hvað ég get gert mér til skemmtunar í kvöld. Verð nú bara róleg samt sko, eigum leik á morgun kl.18 en svo er ég að fara í big time afmælismatarboð-partý-drykkju?? annað kvöld. En nóg um það, ætla að skella mér í sturtu og svo að hitta hana Freyju litlu sennilega. Bið að heilsa og þið sem ætlið að gera ykkur glaðan dag vinsamlegast gangið hægt um gleðinnar dyr!!!

|
Svaf yfir mig again en er mætt hér í tölvutíma í skólanum (já ég er alltaf í tölvutíma) sem er tvöfaldur og vá hvað það er ólýsanlega leiðinlegt hér. Erum að gera gamalt vorpróf síðan í fyrra í leiðindunum word og excel. Ég er ógeðslega þreytt og nenni enganveginn að vera hér!! Þetta er nú meira ruglið, en við eigum leik við Gróttu 1 á morgun og svo fer ég í afmæli og e-ð sniðugt. En það eru einungis 4 dagar eftir af skólanum fyrir uran próf, en ég var að fatta í gær að ég er búin að lifa í lýginni heil lengi því ég hélt að prófin væru í tvær vikur en nei þau eru í heilar ÞRJÁR vikur, pæliði í því það er næstum mánuður.... Damn, þrjú próf á viku í þrjár vikur. En ég mun bretta upp ermarnar og massa þessi próf og klára í vor með sæmd ;-) Hressileikinn hjá mér er ekki í hámarki í dag, jafnvel í lágmarki ef vel er að gáð.....

|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Þetta er ein enn plebbakönnuninn, ég var búin að lofa sjálfri mér að setja ALDREI neitt svona inná bloggið mitt, en skoðanirnar breytast þó að mér hundleiðist svona shit oftast samt sko..... Samt gaman að sjá hverjum maður tengdist ef maður væri Celeb sem hlýtur að fara að koma fyrir mig ;-)
En í sambandi við æfinguna neðar þá er ég í svo ógeðslega lélegu formi þessa dagana að ég er hrædd um að ég muni aldrei geta lagað það???


Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomCher
DadChristopher Walken
BrotherEric Bana
SisterChristina Aguilera
DogBeethoven
BoyfriendViggo Mortensen
Best friendMilla Jovovich
Created with quill18's MemeGen 3.0!Ég veit ekkert hvaða lið þetta er fyrir utan Cher, Aguileru og Mortensen.... Eða jú er Christopher Walken ekki sá sem er í hjólastól núna og lék einu sinni súpermann?? Endilega fræðið mig!! Og jú ofcourse veit ég hver Beethoven er, Idolið hennar ömmu Jónu heitinnar og ég sendi henni hér með þúsund kossa og knús (fyrir ykkur hin að vita þá var hún sko snilldar kona, listamaður með meiru.... Gerði meðal annars Dolla-Dropabækurnar og ég segi nú bara geri aðrið betur)

|
Pirringurinn í hámarki um þessar mundir!! Er búin að sofa í 7 tíma eða álíka inní sjónvarps hjá Karen og var að koma heim. Vaknaði við það að pabbi hennar var með fréttirnar á volume 50 eða e-ð álíka og brá hevy mikið þegar ég sá hann þar sem ég hélt að klukkan væri bara 6 eða e-ð en nei nei þá var hún orðin hálf átta og æfing eftir einn og hálfan og ég ekki alveg í fíling fyrir það get ég sagt ykkur, en metnaðurinn er svakalegur þessa dagana svo að ég læt sjá mig þar!!!

|
Hell je...... Komin í skólann í tölvutíma, svaka stuð! Svaf svona frekar yfir mig og það er ekki mér að kenna, fór seint að sofa og þeir taki það til sín sem eiga og ég segi ekki meir. En gaman að sjá hvað aðsókn síðunnar vek óðfluga! Ég gerði hevy gott grín í nótt, hringdi í Lilju kl. 03:00 í nótt og ruglaði e-ð í henni að kl. væri orðin 10 og að ég væri komin í skólann og að hún hefði sofið yfir sig.... Náði að halda henni hevy lengi í símanum þannig að hún var orðin hress og ég óska þess innilega að þetta hafi haldið fyrir henni vöku e-ð frameftir.... Hún sendi mér svo sms í morgun og spurði mig ekki kurteisislega hvort ég ætti við e-ð alvarlegt vandamál að stríða og ég svara því hér með með neitun. Ég er án efa ein venjulegasta manneskja í heiminum og hef enginn vandamál á minni könnu :-) :-) Minnist aðeins á Karen hér með svo að hún verði sátt.... Elska alla, konur og kalla og bið að heilsa þar til seinna í það því wordvinnslan eða excel bíður.......... H.Mist

|
Elsku krúttin mín það eina sem ég vildi sagt hafa núna í nótt er þetta sem kemur hér á eftir, lesið vandlega og hafið að leiðarljósi í lífinu!!!!

Vandamálatréð
Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni. Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang.

Meðan ég ók honum heim, sat hann við hlið mér í steingerfðri þögn. Þegar við vorum komnir á leiðarenda, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum. Þegar hann hafði opnað dyrnar heima hjá sér, varð á honum undursamleg breyting.

Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína. Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér. Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið.

,,Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann. ,,Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu, hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana. Það skrýtna er" sagði hann, ,, að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."

Ókunnur höfundur (eða ég þekki hann samt að sjálfsögðu) ;-)

|

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Ahh vá hvað það er sweet að vera komin heim.... Loksins búin í þessum leiðindarskóla í dag og sit nú við tölvuna, borðandi páskaegg (er með big time samviskubit yfir því og að hafa ekkert hreyft á mér rassgatið í fríinu :-/ ) og hlustandi á Backstreet Boys sem eru alveg að meika það núna eins og alltaf.....
Ég mætti ekkert smá hress og óþreytt í bókfærslu hjá Ólafi Árna. kl. 8:15 og sat ein í þeim tíma þar sem Karen elskan var því miður beðin um að yfirgefa kennslustundina. Dagurinn leið samt hevy hratt, fékk út úr íslenskuritgerðinni minni sem hafði fyrirsögnina: "Er jafnrétti kynjanna staðreynd á Íslandi?" (þeir sem hafa áhuga á að lesa þessa frábæru frásögn hafa bara samband við mig, ég er endilega til að taka nokkra klukkutíma í að rökræða þetta) og fékk í einkunn 8,5 sem ég var nú ekki alveg 100% sátt við en Gylfi Hafsteins þóttist hafa ástæðu til þess að gefa mér ekki hærra. Bað hann að benda mér á dæmi um það þar sem hann sagði að ég slægi saman föstum orðasamböndum, en hann virtist ekki geta gert það og tel ég ástæðu þess að hann hafi bara notað þetta til að draga mig niður vegna þess að okkur er ekkert mjög vel til vina. En það er nú önnur saga og ég ætla ekki að ræða það frekar hér. Við skelltum okkur líka í tölvutíma til Hjölla Tölv sem vildi ekki kenna neitt í dag og ég persónulega giska á að það sé sökum þynku en þori ekki að fullyrða neitt ;-) Var líka í gati í 6. tíma sem var yndislegt og við Kæja skelltum okkur á NK (kemur sennilega öllum á óvart) og þar var hressleiki unga fólksins heldur betur í hámarki ;-) ;-) Fór í dönsku og þýsku sem var sæmó en svo náði pirringurinn og þreytan tökum á mér í síðasta tíma sem var jarðfræði og ég get sagt án þess að hugsa mig um að jarðfræði er án efa leiðinlegasta fræðigrein sem til er!! Bryndís talaði í 40.mín um kaflana í gömlu og nýju bókinni og hvað við ættum að lesa og hvað ekki og ég bara gat ekki haldið augunum opnum en þá byrjaði Karen einmitt að ýta svona nett í mig og segja mér að hætta að láta hausinn detta svona fram og aftur eins og gerist þegar maður dottar sitjandi. Pirringurinn hélt áfram að magnast en þá mundi ég skyndilega eftir málshættinum sem ég fékk í páskaeggi á mánud. "Það er erfitt að hafa stórn á skapinu en það borgar sig" og reyndi þess vegna hvað ég gat til að stilla mig og tókst það nokkuð vel. Svo var tíminn búin og ég sá húsið mitt í hillingum en nei þegar við komum niður og ætluðum út þá var allt lokað og læst og þá mundi ég snögglega að þessari hurð er alltaf læst klukkan tvö á daginn því að það var einu sinni fyrir löngu (samt í vetur) e-r sem kom og rændi skjávarpa og réðst á húsvörðinn. En ég með mína þrjósku ætlaði sko ekki að labba upp andsk... stigana aftur til að fara út annars staðar heldur beið og þá kom kennari loksins sem btw kemst út því að þeir njóta endalausra foréttinda og hún opnar, fer út og Karen á eftir henni en nei þá lokast hurðin skyndilega og ég má gjöra svo vel að labba upp aftur og fara út þar. Þetta var alveg til að rústa deginum og svo þurfti ég að hlaupa á eftir strætó þar sem ég á ekki bíl frekar en neitt annað. Auglýsi hér með eftir e-m sem vill endilega gefa mér bíl..... Svo fann ég ekki húslyklana og hélt að ég kæmist ekki heim en það bjargaðist.....
Þetta var hressandi og ég fór í sund í gær í Árbæjarlaugina með Lilju og við hröktum alla í burtu frá okkur sökum ógeðslegs soratals.... ;-) en það er einmitt okkur líkt......
En svona án gríns.... Hvaða vitleysa er þetta að vera að eyða ævinni í skóla þegar maður getur skemmt sér?? Af hverju ekki að vinna og vinna og ferðast og gera e-ð uppbyggilegt? Ég skil þetta ekki, er með mesta skólaleiða í heiminum og er að deyja ég hlakka svo til að fara út í haust og líka í sumar...... Það sem heldur mér gangandi er að það eru einungis 6 dagar eftir af skólanum og próf og svo er hið langþráða sumarfrí loksins komið!! En ég er farin að gera e-ð spélegt og bið að heilsa þangað til í kvöld eða e-ð en hérna mig langar að spurja hvort að það sé ekki e-r hér sem getur reddað mér vinnu fyrir suamrið?? Ég er afbragðs starfskraftur og vinn vinnuna mína hevy vel!! ;-)

|
Er í skólanum, búið að hringja þannig að I gotta go.... Þýskan bíður með öllum sínum leiðindum... En skrifa á eftir og ætla að skella nokkrum myndum inn og gera þessa síðu soldið flottari..... CYA

|

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Hey folks!! Vá þetta er einungis mín 3 færsla á ferlinum eða ekki alveg..... Ég hef skrifað oftar inna ungl.fl. bloggið og það er stuð. Ég bara gat ekki staðist freistinguna lengur að fá mér mitt eigið blogg og svo líka vildi ég vera komin með það af stað áður en ég held út í heim en mun að sjálfsögðu vera með ferskar fréttir af mér hvenær sem tækifæri gefst. Nú er loksins komið e-ð smá meira look á þessa síðu, ekki samt jafn flott og hjá Lilju litlu en það kemur vonandi með tímanum. Mér finnst þetta nú samt hressara núna sko ("sko" bara fyrir þig Óli minn ;-)) og það er meira að segja hægt að commenta og læti. En þó að það sé nú útlitið sem telur eins og ég er alltaf að reyna að segja er einfallt jafnt og gott.... þannig að ég er nokkuð ánægð með síðuna núna allavegana til að byrja með. Er heima hjá Lilju að gera þetta betra, var að koma úr bíói með múttu og páskafríið alveg að verða búið, hversu sorglegt sem það nú er. En vorið kemur með sól í hjarta von bráðar og VÁ hvað ég er farin að hlakka ólýsanlega mikið til, fer til USA 8.júní en ekki 6. eins og ég er búin að standa í trú um svo lengi. En það verður massa fjör þar og maður kíkkar meira að segja á stóra eplið í fyrsta sinn á ævinni þá, ég millilendi þar sko áður en ég fer til Seattle. Páskarnir eru búnir að vera hressandi og ég tók mig nú til og djammaði bara einn fjórða af því sem ég djammaði síðustu páska eða einungis tvo daga... Var svaka driver og skutlaði öllum út um allt... En það var hressandi og ég er sátt með þetta allt saman, ég lenti reyndar í smá líkamsáras en það verður ekki rætt frekar hér, þeir sem fatta þetta og finna sönnunargögn fá stig fyrir!! En ég bið að heilsa ykkur í bili og nú er sko komið að því að það verði farið að blogga endalaust því síðan er nú orðin opinber og mönnum sæmandi og ég ætlaði að fá Justin til að klippa á borðann en hann kemur ekki til mín fyrr en í næstu viku svo að Lilja litla Dögg fékk þann heiður og hún fær líka 1000 kossa & knús frá mér (ekki samt þúsund kossa nótt eins og Bubbi syngur um) fyrir að vera svona elskuleg og hjálpa mér með þetta hevy dæmi og ég mun elska hana alltaf fyrir það og annað þó svo að hún hafi nú ekki hæfileika til þess að hafa sína eigin síðu á öðru tungumáli en Marokkósku en við verðum að bera virðingu fyrir mótþróanum í henni og að hún vilji prófa e-ð nýtt.... ;-) svo verð ég að segja bara Karen því að ég lofaði að skrifa um hana í hverri færslu þó svo að hún haldi að hún sé svaka kúl að lesa ekki blogg, en það gerir bara þessi mikla samvist með The töffara í Kóp.... (O.G.) hehehehe þeir sem fatta fá annað rokkprik ef að þeir föttuðu hitt en fá samt bara eitt ef þeir fatta þetta en ekki hitt................ Langar samt að benda fólki á lagið The seed með The roots.... GEGGJAÐ lag sem er öllum í hag (smá rím á kantinum hehe) og hver sem vill gera mér gott má skrifa það á CD fyrir mig þar sem ég er ekki enn búin að læra á skrifarann eða brennarann heima hjá mér.
P.S. eitt enn, eða tvennt ég fékk snilldar málshátt áðan sem margir segja að henti mér vel en ég er aldeilis ósammála, en dæmi hver fyrir sig.... Hann hljómaði svona: " Það er erfitt að hafa stjórn á skapi sínu en það borgar sig." og svo vil ég líka þakka Jóni Snæ fyrir að færa mér svona fallegar þakkir á blogginu sínu.... Ta ta Jónki minn (ég veit að þetta er stolið frá þér, en ég mátti til) :-)

|

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Jæja ætli það sé ekki komin tími á smá blogg þó svo að þessi síða ættin nú bara að vera fyrir mig í bili, eða þar til hún er fullgerð og þá vil ég náttlega að allir viti af henni ;-) Ég er heima, var á æfingu og fór svo til Karenar í sturtu og svo heim... Er núna að reyna eftir bestu getu að gera eitt stykki AFS-ritgerð en hún er ekki alveg að fæðast, hugurinn er ekki alveg á réttum stað (ekki það að ég viti hvar hann er að þvælast). En já svo er ég að fara í afmælisboð í kvöld, eða ég veit ekki hvort kalla á það afmælisboð... eða jú það var auglýst sem slíkt, en hún Freyja litla vinkona mín er að fara að hafa smá teiti í kvöld og þess má til gamans geta að hún á sko afmæli í ágúst... ég er hrædd um að hún sé e-ð aðeins að ruglast í mánuðunum, ekki alveg að sjá muninn á apríl og ágúst, það eru stafirnir sem eru að rugla hana, ein komma til eða frá skiptir ekki sköpum... hehe (sköpum, ég fór nú kannksi yfir strikið þarna) en um helgina var ekki mikið gert, ég er komin í langþráð páskafrí en er svo eyrðarlaus að það hálfa væri nóg, (var einmitt að minnast á það í áðurnefndri ritgerð að ég yrði alltaf að vera að gera e-ð) ætlaði að skella mér í fjörð hinna fáguðu yfir helgina en greindist með streptakokka á föst og fór því ekki, en skellti mér í staðinn á gettu betur þar sem VÍ bar að sjálfsögðu sigur úr bítum.... Svo sprellaði ég e-ð á laug. og sunn sem ég man ekki alveg, eða jú skellti mér á endalausa handb.leiki og fór svo að rúnta með Karen á sunn.morgun þegar bjart var orðið og skutlaði meira að segja e-i stelpu sem ég veit ekkert hver er heim úr bænum, og hún borgaði mér einungis 500kr. fyrir þó svo að samið hefði verið um 1000kr. Kannski maður ætti e-ð að fara að endurskoða þessa blessuðu kjarasamninga.... dísús (allir fá verðlaun sem fatta hver segir alltaf dísús, með reiðiblæ samt) nú er ég komin á hálan ís þegar ég er farin að tala um e-ð sem tengist pólitík, því ég veit nú minnst um hana þó svo að ég skipti mér óspart af umræðum um hana og reyni að hafa áhrif.... þannig að ég hætti í bili, en það er einmitt ein af mínum náðargáfum að kunna að hætta á réttum tíma (eða áður en e-r meiðir sig eins og mamma segir alltaf ) og svo líka það að kunna að rífast um e-ð sem ég veit ekkert um en ná samt að fá fólk á mitt band.... Bið að heilsa í bili og minni á Neighbours þegar klukkan er 25mín gengin í 18:00, já talandi um nágranna þá vil ég þakka honum Atla Frey fyrir það að vera besti nágranni í heimi og hann mun græða á því síðar meir, eða þegar ég vonandi loksins e-n tímann vakna við klukkuna á sunnudagsmorgni og baka þessar blessuðu vöfflur sem ég er búin að lofa svo oft upp í ermina á mér :-)
Hilsen, Das Mist...

|

föstudagur, apríl 02, 2004

JIBBÍ..... Ég er búin að opna mér blogg ;-) Það er svaka gaman, er semsagt búin að bætast í hóp nördanna.... Er komin á botninn eða toppinn eftir því hvernig er litið á það. Í dag er ekki mikið búið að gerast, vaknaði reyndar hálflasin en ég þoli ekki að hanga heima svo að ég fer alltaf í skólann eiginlega sama hvað gengur á og það var fínt í skólanum. Vorum hjá Hjölla tölv í fyrsta tíma og henni Kristínu sem ég ætla ekki að ræða frekar hér. Svo fékk ég 9 í enskuprófi úr bók sem heitir Tristan & Iseult sem ég las ekki einu sinni (gáfurnar að sýna sig enn og aftur) og svo er ég bara núna heima með popp og hangandi í tölvunni sem er samt sem áður ótrúlega skemmtilegt. Ég hafði ætlað mér að fara norður um helgina en er eiginelga komin af þeirri ákvörðun sökum þess að fjsk. mín er að beila á mér og ætlar að vera heima og svo er fullt að gerast í bænum. Var reyndar búin að lofa henni Telmu minni að koma norður en ég veit ekki hvað verður, kannski maður skelli sér í kvöld eða á morgun. Annars er líka Gettu Betur í kvöld og það er að sjálfsögðu VÍ sem er í úrslitum og maður verður nú eiginlega að kíkja á það.... Blogga meira á eftir, ætla aðeins að laga síðuna til svo hún verði betur útlítandi.... Það nefnilega útlitið sem telur..... Kv, Hilmfri.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?