<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, mars 07, 2006

Sjáiði hvað hann er sætur... VÁ!!


|

mánudagur, mars 06, 2006

Mjöl 

Mig langar að þakka Karen fyrir að hafa samið svona fallegt ljóð til heiðurs mér, án efa stórskáld þar á ferð..Helgin var fjörug, Lilja átti afmæli í gær og við gáfum henni emergency kit ásamt krossorðaspilinu og pilotgleraugunum. Það vakti mikla lukku meðal viðstaddra.
Á föstudaginn fórum við Lilja á Morfís, þar sem að Verzló bar því miður ekki sigur úr bítum. Tapaði með hudrað og e-ð stigum fyrir MR sem mér fannst nú kannski soldið of mikill munur en MR-ingar áttu nú samt sigurinn alveg skilinn. Svo fórum við í bekkjarpartý hjá Stebba, það var reyndar mun fleira fólk sem var ekki úr bekknum. Þar var rosalega gaman og ég og Lilja, hrókar alls fagnaðar sem fyrr. Á laugardaginn fór ég í Kringluna með mömmu og græddi nú slatta í þeirri ferð. Um kvöldið voru við Bína heima hjá Telmu og fórum svo (reyndar án Telmu) á Rósenberg, aðal staðinn í bænum um þessar mundir. Þar sátum lengi, biðum eftir að Lilja myndi klára að vinna og koma að hitta okkur og að Karen myndi hringja. Hvorugt gerðist þó. Eða jú Lilja kláraði nú að vinna e-n tímann seint og um síðir en þá var það óheppnin sem elti hana og kom í veg fyrir að hún kæmi í bæinn. Við skiptumst á nokkrum óblíðum orðum en það gleymdist nú allt og var grafið strax. Karen hringdi svo aldrei þannig að ég og Bína vorum tvær að halda uppi stuðinu þar til Atli kom og við fórum að haga okkur þannig að Bínu fannst sem hún væri orðin fóstra tveggja 5.ára barna. En það var gaman :) Svo fóru þau skötuhjú heim en ég slóst í för með öðru góðu fólki yfir á ellefuna.
Í gær fórum við Lilja í bíó loksins eftir að vera búnar að reyna að finna álitlega mynd í Laugarásbíó þar sem Lilja átti frímiða. Höfðum loksins fundið mynd um daginn en þá var uppselt en þetta tókst svo allt saman í gær. Fórum á Match Point sem var algjör snilld. Þrusu góð mynd sem við mælum með.... Og ekki skemmir fyrir hversu mikið af fallegu fólki leikur í henni, þar má nefna ,Scarlett Johansson, Jonathan Rhys-Meyers, Emily Mortimer, Matthew Goode, Brian Cox og myndinni leikstýrir Woody Allen.
Læt þetta næja að sinni, þar til næst..."Strákur er eina efnið sem hægt er að gera mann úr"

|

fimmtudagur, mars 02, 2006

Lilja á afmæli ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn... 

Hvar værum við án forns skáldskapar? Ja, maður spyr sig. Er í óðaönn að lesa völuspá og hávamál því það er próf úr því klukkan 10 í dag. Náði með miklum sjálfsaga að lesa þetta í gær, mæti svo í skólann í dag og þá er mér sagt frá síðu þar sem hægt er að lesa þetta og fá svo orðskýringar með því að draga músina yfir þau orð sem maður vill fá skýringu á. Sniðugt ekki satt...? Hefði alveg verið til í að vita þetta í gær líka.

Þar til næst, "Þá gengu regin öll á rökstóla, ginnheilög goð..."

|

miðvikudagur, mars 01, 2006

Miðvikudagur til mæðu 

Hvernig er hægt að sofa svona frá sér lífið eins og hún Lilja Dögg er að gera í þessum skrifuðu orðum. Liggur hérna eins og skata steinsofandi við hliðina á mér, og hótaði að slá mig þegar ég reyndi að halda henni vakandi og bað hana vingjarnlega að veita mér smá félagsskap en fara ekki að sofa. Nú jæja ég verð þá bara að vera sjálfri mér nóg. Er búin að vera að vafra aðeins á netinu, ekki mikið nýtt að gerast þar frekar en fyrri daginn. Merkilegt hvað maður festist samt á netinu og eyðir tímanum í ekki neitt án þess að fatta það. Í gær gerðum við okkur dagamun ég og Lilja og skelltum okkur á "Á tjá og tundri". Ég var búin að sjá það áður en Lilja ekki og henni fannst þetta hin fínasta skemmtun og ekki náttlega skemmir það fyrir að the biggest star on stage er náttlega hún Súsa mín sæt og fín. Áberandi besti dansarinn skal ég segja ykkur, já já it runs in the family. Svo kíktum við aðeins á Rósenberg en entumst ekki lengi þar því að það var ljóðakvöld sem hefði alveg getað verið hressara. Voða fínt ef maður hefði verið í þeim gírnum en svo var því miður ekki í þetta skipti.
Óvænta gleðifrétt dagsins er að ég fékk hvorki meira né minna en 10 í dösnku hlustunarprófi. Kom mér skemmtilega á óvart.
Svakalegt með þessa stelpu sem keyrði á ljósastaurana á Sæbrautinni. Votta hennar aðstandendum samúð mína. Ótrúlegt samt að hún hafi ekki verið í belti, skil ekki hvað fær fólk til að sleppa því. Mér finnst það svo óþægilegt að keyra þannig, það er líka alltaf verið að brýna það fyrir fólki að spenna beltinn.
En já 4 vikur í það að Evy, "systir" mín í Þýskalandi komi hingað til lands í heimsókn. Hlakka voða til að sjá hana, förum út um allt að sýna henni býst ég við. Bláa Lónið, gullfoss, geysi og fl. Svo eru bara páskar og eftir það er þessi önn eiginlega bara búin. Vorprófin verða tekin með stæl og svo kemur langþráð sumar... Hlakka svo til. Stefnir allt í að þetta verði sórgott sumar, um að gera að láta það verða þannig allavegana.

Þar til næst, spennið beltinn!!

|

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Seinna meir 

Datt í hug að henda einni færslu hérna inn. Langt langt síðan síðast. Var þá ennþá back in Germany en er núna búin að vera á klakanum í 7 mánuði nákvæmlega í dag meira að segja (vóv, tilviljun :-)) Hann er búin að líða hratt tíminn, mjög hratt. Skrítið...
Annars bara allt í góðu, lífið gengur sinn vanagang. Skólinn á fullu, þessi önn núna hálfnuð hvort sem maður trúir því eða ekki. Próf á fullu og annað fjör. Afrek dagsins er sennilega það að hafa loksins fjárfest í Hróaskeldumiða eftir að hafa ætlað að gera það nokkuð oft áður en alltaf kom e-ð uppá hjá e-i okkar (mér, Lilju eða Bínu). En nú er búið að fjárfesta og ekki aftur snúið enda mikil skemmtun í vændum.... Það sem meira er er að við Lilja erum 90% komnar með íbúð líka og þá er bara allt orðið klárt f. sumarið, ég er líka að deyja meira og meira úr spenningi dag hvern og reyni eins og ég get að leiða hugann hjá þessu bara svona til að fara ekki yfirum. Samt kannski ekki sniðugt að vera of spennt.
Fór á mán á leikritið Hungur sem sýnt er á litla sviði Borgarleikhússins. Áhrifaríkt stykki þar á ferð sem ég mæli eindregi með. Verð að hlaupa núna á leik HK og KA í DHL-deild kk.

Þar til næst: Life is piknik :-)

P.s. gaman verður að sjá hvort e-r slysist enn hingað inn

|

miðvikudagur, júlí 06, 2005

P.S. 

Komnar nyjar myndir her til hlidar!!! :-)

|

Jetzt geht´s los...... 

Ta er tetta ordid alvoru.... Sendi 40 kg. heim a manudaginn og er enn med alltof mikinn farangur.... Veit ekki hvad tetta allt er, hef nu ekki verid ad versla mikid sidustu manudi... En ja madur geymir gjorsamlega ALLT.... Adgongumida a allt, bladaurklippur (mamma eg er samt buin ad henda ollum moggunum svo tu tarft ekki ad borga undir ta heim a ny hehe).
Annars er allt gott ad fretta, Marion er ad koma heim a föstudaginn og vid oll bidum spennt.... Svo verdum vid med sameiginlegt party a laug. eda tad er surprise fyrir hana velkomin party og ekki surprise kvedjuparty fyrir mig... :-) Svaka stud.... Ja svo er eg bara ordin manneskja nr. 1. Fer alltaf a sama kaffihusid i Künzelsau og sama kaffid i Schwäbisch Hall og fae alltaf e-d gefins... Turfti meira ad segja ekkert ad borga i dag i Hall.... Svo i Künzelsau er eigandinn bara ordin eins og godur felagi og eg meira ad segja get fengid vinnu hja honum ef eg kem naesta sumar.... Ekkert sma flott mar.... :-)
Oh tad var e-d meir sem eg aetladi ad skrifa her inna en eg man ekki neitt nuna, alltaf tannig tegar madur bloggar.... :-)
humm.... ja a laug. sidasta forum vid a aegilegt weinfest og tad endadi skondid... Datt inn i e-d tre tegar eg aetladi ad fara ad pissa og reif buxurnar og allt i gangi.... Samt bara funny... :-)

En nog i bili, bid ad heilsa og sjaumst i naestu viku!!

|

miðvikudagur, júní 29, 2005

Midvikudagur=O.C. 

Saelt veri folkid....

Vorum i gaer i Europapark.... Ekkert sma gaman. Forum i alla russibanana tarna og eg var naestum farin ad grenja nokkrum sinnum hehe... Einn tarna rosalegur, a vist ad heita haesti i Evropu... Eg titradi i svona halftima eftir a og tad var mikid grin gert ad tvi. Hann var samt ekki verstur fannst mer... Vid forum nefnilega i annan sem eg vissi ekkert hvad var fyrst. Helt ad tetta vaeri bar svona e-d smadaemi... Var eiginelga ekkert buin ad skoda tetta utanfra enda fengum vid kvk i hopnum engu radid um hvert var farid.... En jaeja settumst tarna 4 i hvern vagn og madur snyr sko bökum saman svo madur ser ekkert fyrir framan sig. Fyrst var tetta inni i husi, allt svart nema e-r diskoljos og tonlist og e-r raddir og tar forum svo svona hring eftir hring upp, eins og i hringstiga og allt i godu bara..... En tegar vid vorum komin upp a topp forum vid ut og utan a husid i gedveikri lofthaed og eg med mina lofthraedslu var ekki ad meika tetta... i alvoru sko ta var eg med augun lokud allan timann og tetta var svo ogedslegt og strakarnir hlogu og hlogu og hlogu sem var heldur ekkert til ad baeta lidanina.... (Vorum, eg, Daniel, Alex og Katja). Er enn ad na mer nuna sko..... :-) Keypti svo eina mynd svona sem er tekin a leidinni en tad var samt bara i einum pinkulitlum russibana (leit tannig ut) sem var samt miklu meira en hann syndist og tetta er fyndnasta mynd sem eg hef sed a aevinni... Hlogum i svona i klukkutima ad henni og svo alltaf aftur og aftur reglulega allan daginn tegar vid kiktum a hana.... Verd endilega ad syna folki hana er eg kem heim.... bara snilld.....
Talandi um "heim" ta er eg vist ad koma heim i tarnaestu viku.... Sat i morgun i staerdfraedi og sögu i skolanum og var daud ur treytu (logdum af stad kl. half sjo i gaermorgun og eg var komin heim kl. ellefu) og var e-d ad hugsa um tetta og skoda dagatalid og fekk svona lika tvilikan hnut i magan og vard alveg gedveitk stressud yfir tessu ollu saman.... Nei i alvoru paelum i tessu, eg er buin ad vera her sidan i byrjun sept og mer finnst jolin hafa verid i gaer.... Man lika svo vel tegar Lilja var ad telja upp hvad vaeri a dagskranni hja henni sidustu tvo manudina og nuna er hun komin heim.... FOKK. Veit eiginlega ekki hvad eg a af mer ad gera.... Ekki misskilja mig samt, hlakka svakalega til ad hitta ykkur oll og koma heim og allt tad en samt er nattlega fullt sem heldur mer her lika..... Allt gedveikt skritid... Marion er ad koma heim föst. i naestu viku og ta er hun buin ad vera i halft ar uti... Finnst ekkert svo langt sidan eg kvaddi hana i byrjun jan.... En ja svona er tetta nu allt saman...
Ad odru.... Tetta er nu ekkert normal lengur, haldidi ekki ad eg hafi barasta fengid andsk... strepptokokka i sidustu viku, er enn a pensilini... Tetta er sko i annad sinn a tveimur manudum sem eg fae tetta.... Var alltaf tannig ad Lilja var med tetta reglulega svo laetur hun fjarlaegja halskirtlana og ta byrja eg ad vera med tetta si og ae.... E-d gruggugt ekki satt?? En planid er semsagt ad eg skelli mer i halskirtlatoku a naestu manudum tegar eg kem a klakann.....
Annars er sumarid i fullum gangi her, madur svitnar vid hvert skref... Tydir ekkert ad fara i sturtu tvi madur er ordin eins tiu min. seinna.... Gedveikt rakt uti nuna, rigndi i nott og trumur og eldingar og laeti. Hef sko ekki ordid vitni ad svona svakalegum trumum a aevinni. Vaknadi upp i morgun og i sidustu viku vid tetta..... Annars er nattlega mjog nice sko, ef ad madur gaeti legid i solbadi eda bara e-d hangid... En ad turfa ad maeta i skolann i tessu er hell.... Get varla hugsad i tessum hita sko, sem er ok tar sem eg er nu ekki alveg ad laera eins og mother fucker her sko :-) En nu get eg svona halfvegis sett mig i spor Lilju og Karenar tegar taer voru i sudrinu..... Svo er nattlega margt gott vid sumarid lika sko, t.d. get eg bordad jardaber allan daginn og tau klarast aldrei, jardaber eintom, jardaberjakoku, jardaberjamjolkurhristing, jardaber med rjoma og hvad veit eg..... Tau spretta hradar upp ur gardinum en vid getum bordad tau... Gaeti alveg vanid mig a tetta hvert sumar :-) Slo svo gardinn a laugardaginn a slatturbilnum okkar og fekk svona sma filing fyrir ad keyra og for ad hlakka til ad koma heim og geta farid ad keyra aftur..... Komst samt ekkert mjog hratt sko en samt gaman..... Annars hef eg aldrei a aevinni verid bilhraedd fyrr en eg kom hingad. Hef oft haldid ad eg se ad lifa minar sidustu minutur tegar vid brunum a Autobahninu.... T.d. i gaer tar sem vid vorum svigandi tarna a 190 km/h, en sem betur fer komumst vid heil heim :-)
Bid ad heilsa i bili....

p.s. gleymdi ad segja ad tad er skandinaviskur hluti i Europapark og tar fann eg tvo isl. fana.... Var ekkert sma stolt :-)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?