<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 01, 2006

Miðvikudagur til mæðu 

Hvernig er hægt að sofa svona frá sér lífið eins og hún Lilja Dögg er að gera í þessum skrifuðu orðum. Liggur hérna eins og skata steinsofandi við hliðina á mér, og hótaði að slá mig þegar ég reyndi að halda henni vakandi og bað hana vingjarnlega að veita mér smá félagsskap en fara ekki að sofa. Nú jæja ég verð þá bara að vera sjálfri mér nóg. Er búin að vera að vafra aðeins á netinu, ekki mikið nýtt að gerast þar frekar en fyrri daginn. Merkilegt hvað maður festist samt á netinu og eyðir tímanum í ekki neitt án þess að fatta það. Í gær gerðum við okkur dagamun ég og Lilja og skelltum okkur á "Á tjá og tundri". Ég var búin að sjá það áður en Lilja ekki og henni fannst þetta hin fínasta skemmtun og ekki náttlega skemmir það fyrir að the biggest star on stage er náttlega hún Súsa mín sæt og fín. Áberandi besti dansarinn skal ég segja ykkur, já já it runs in the family. Svo kíktum við aðeins á Rósenberg en entumst ekki lengi þar því að það var ljóðakvöld sem hefði alveg getað verið hressara. Voða fínt ef maður hefði verið í þeim gírnum en svo var því miður ekki í þetta skipti.
Óvænta gleðifrétt dagsins er að ég fékk hvorki meira né minna en 10 í dösnku hlustunarprófi. Kom mér skemmtilega á óvart.
Svakalegt með þessa stelpu sem keyrði á ljósastaurana á Sæbrautinni. Votta hennar aðstandendum samúð mína. Ótrúlegt samt að hún hafi ekki verið í belti, skil ekki hvað fær fólk til að sleppa því. Mér finnst það svo óþægilegt að keyra þannig, það er líka alltaf verið að brýna það fyrir fólki að spenna beltinn.
En já 4 vikur í það að Evy, "systir" mín í Þýskalandi komi hingað til lands í heimsókn. Hlakka voða til að sjá hana, förum út um allt að sýna henni býst ég við. Bláa Lónið, gullfoss, geysi og fl. Svo eru bara páskar og eftir það er þessi önn eiginlega bara búin. Vorprófin verða tekin með stæl og svo kemur langþráð sumar... Hlakka svo til. Stefnir allt í að þetta verði sórgott sumar, um að gera að láta það verða þannig allavegana.

Þar til næst, spennið beltinn!!

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?