<$BlogRSDURL$>

mánudagur, apríl 19, 2004

Óð fluga nálgast óðfluga,
ætli þetta sé góð fluga....???

Þetta heyrði ég frá henni Erlu Guðrúnu í skólanum í dag og fannst ekkert smá sniðugt. Helgin var hress, fór þarna í afmælið hjá Karen og bloggaði einmitt þar ekki alveg í besta ástandinu enda kom líka ömurlega leiðinleg færsla út úr því. En við fenguð mjög góðan mat sem Karen eldaði sjálf og köku og alles í eftirrétt. Svo var endalaus glaumur og gleði.... Þegar við vorum bara orðnar fimm eftir, ég, Karen, Telma, Tinna V. og Freyja þá hugðumst við skella okkur á Shooters allar nema Freyja. En þegar þangað var komið var ekki sálu að sjá svo við fórum heim til Tinnu V. í staðinn og þar var krúið hans Einars að spila og vorum við þar í smá tíma en skelltum okkur svo á Felix sem var hin fínasta skemmtun. Ég svaf aðeins í tvo tíma því ég þurfti að vakna kl. 9 í gærmorgun til þess að fara í fermingu og var ekki alveg sú hressasta þar. Mamma var viss um að það væri ekki runnið af mér og sagði að ég angaði eins og bruggverksmiðja og bað mig því vinsamlegast að anda ekki með munninum í kirkjunni..... En já Karen er hjá mér og ég verð að fara að sinna henni en í gær var ég í þessari fermingu sem var hjá Auði dóttur Friðriks sem er maður mömmu minnar og svo hékk ég með Karen og Ítalska skiptinemanum henni Astrid á Kofa Tómasar Frænda og leigði svo spólu um kvöldið með mömmu og Lilju en hélt í hefðirnar og svaf yfir henni.... Skelli myndum helgarinnar inn á eftir...... Hafið það sem allra best þar til næst!!

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?