föstudagur, apríl 02, 2004
JIBBÍ..... Ég er búin að opna mér blogg ;-) Það er svaka gaman, er semsagt búin að bætast í hóp nördanna.... Er komin á botninn eða toppinn eftir því hvernig er litið á það. Í dag er ekki mikið búið að gerast, vaknaði reyndar hálflasin en ég þoli ekki að hanga heima svo að ég fer alltaf í skólann eiginlega sama hvað gengur á og það var fínt í skólanum. Vorum hjá Hjölla tölv í fyrsta tíma og henni Kristínu sem ég ætla ekki að ræða frekar hér. Svo fékk ég 9 í enskuprófi úr bók sem heitir Tristan & Iseult sem ég las ekki einu sinni (gáfurnar að sýna sig enn og aftur) og svo er ég bara núna heima með popp og hangandi í tölvunni sem er samt sem áður ótrúlega skemmtilegt. Ég hafði ætlað mér að fara norður um helgina en er eiginelga komin af þeirri ákvörðun sökum þess að fjsk. mín er að beila á mér og ætlar að vera heima og svo er fullt að gerast í bænum. Var reyndar búin að lofa henni Telmu minni að koma norður en ég veit ekki hvað verður, kannski maður skelli sér í kvöld eða á morgun. Annars er líka Gettu Betur í kvöld og það er að sjálfsögðu VÍ sem er í úrslitum og maður verður nú eiginlega að kíkja á það.... Blogga meira á eftir, ætla aðeins að laga síðuna til svo hún verði betur útlítandi.... Það nefnilega útlitið sem telur..... Kv, Hilmfri.
|
Comments:
Skrifa ummæli