<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Jæja ætli það sé ekki komin tími á smá blogg þó svo að þessi síða ættin nú bara að vera fyrir mig í bili, eða þar til hún er fullgerð og þá vil ég náttlega að allir viti af henni ;-) Ég er heima, var á æfingu og fór svo til Karenar í sturtu og svo heim... Er núna að reyna eftir bestu getu að gera eitt stykki AFS-ritgerð en hún er ekki alveg að fæðast, hugurinn er ekki alveg á réttum stað (ekki það að ég viti hvar hann er að þvælast). En já svo er ég að fara í afmælisboð í kvöld, eða ég veit ekki hvort kalla á það afmælisboð... eða jú það var auglýst sem slíkt, en hún Freyja litla vinkona mín er að fara að hafa smá teiti í kvöld og þess má til gamans geta að hún á sko afmæli í ágúst... ég er hrædd um að hún sé e-ð aðeins að ruglast í mánuðunum, ekki alveg að sjá muninn á apríl og ágúst, það eru stafirnir sem eru að rugla hana, ein komma til eða frá skiptir ekki sköpum... hehe (sköpum, ég fór nú kannksi yfir strikið þarna) en um helgina var ekki mikið gert, ég er komin í langþráð páskafrí en er svo eyrðarlaus að það hálfa væri nóg, (var einmitt að minnast á það í áðurnefndri ritgerð að ég yrði alltaf að vera að gera e-ð) ætlaði að skella mér í fjörð hinna fáguðu yfir helgina en greindist með streptakokka á föst og fór því ekki, en skellti mér í staðinn á gettu betur þar sem VÍ bar að sjálfsögðu sigur úr bítum.... Svo sprellaði ég e-ð á laug. og sunn sem ég man ekki alveg, eða jú skellti mér á endalausa handb.leiki og fór svo að rúnta með Karen á sunn.morgun þegar bjart var orðið og skutlaði meira að segja e-i stelpu sem ég veit ekkert hver er heim úr bænum, og hún borgaði mér einungis 500kr. fyrir þó svo að samið hefði verið um 1000kr. Kannski maður ætti e-ð að fara að endurskoða þessa blessuðu kjarasamninga.... dísús (allir fá verðlaun sem fatta hver segir alltaf dísús, með reiðiblæ samt) nú er ég komin á hálan ís þegar ég er farin að tala um e-ð sem tengist pólitík, því ég veit nú minnst um hana þó svo að ég skipti mér óspart af umræðum um hana og reyni að hafa áhrif.... þannig að ég hætti í bili, en það er einmitt ein af mínum náðargáfum að kunna að hætta á réttum tíma (eða áður en e-r meiðir sig eins og mamma segir alltaf ) og svo líka það að kunna að rífast um e-ð sem ég veit ekkert um en ná samt að fá fólk á mitt band.... Bið að heilsa í bili og minni á Neighbours þegar klukkan er 25mín gengin í 18:00, já talandi um nágranna þá vil ég þakka honum Atla Frey fyrir það að vera besti nágranni í heimi og hann mun græða á því síðar meir, eða þegar ég vonandi loksins e-n tímann vakna við klukkuna á sunnudagsmorgni og baka þessar blessuðu vöfflur sem ég er búin að lofa svo oft upp í ermina á mér :-)
Hilsen, Das Mist...

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?