<$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 24, 2004

Passion of the Christ

Skellti mér í bíó í gær með skötuhjúunum þeim Heimi og Tinnu á ofangreinda mynd. Vá hvað þessi mynd fær á mann og fær mann til að hugsa. Það sem mannsonurinn lagði á sig fyrir okkur hin er algjörlega ómetanlegt. Og hvar er þakklætið hjá okkur?? Það er nákvæmlega ekki neitt, fólk hugsar ekki um neitt annað en veraldleg gæði nú til dags og hvernig hver og einn getur orðið mestur og bestur... Þetta er algjörlega óviðunnandi hegðun og ættu allir að skammast sín fyrir það.... Eins og Jesú orðaði það: "Ef þér elskið einungis þá er elska yður, hvaða þökk eigið þér þá?" Þetta er nákvæmlega það sem ég er að tala um, hvar er náungakærleikurinn?? Ég held að það ættu allir að fara að endurskoða eigin lífsgildi og þá er ég alveg eins að tala um mig sjálfa og hvern annan. Við eigum að hætta að vera svona gráðug og þakka frekar fyrir það sem við höfum nú þegar, lífið... Að við séum holdi borin og höfum verið metinn þess verðug að vera hluti af þessum heimi, hætta að hugsa svona mikið um eigin hag og reyna frekar að styrkja heildarmyndina. Það er það sem Jesú var að reyna að koma á framfæri og gott dæmi um það er að þegar hann var á krossinum var það eina sem hann sagði um þessar siðlausu og sálarlausu mannskepnur sem gerðu honum þetta: "Faðir fyrirgef þeim, þeir vita ei hvað þeir gjöra".
Ég mun fara að huga alvarlega að því nú að breyta lífsstíl mínum og viðhorfum til hins betra, það þarf oft e-ð svona til þess að fá mann til að vakna og átta sig.....

Kvöldið var langt í frá búið eftir þetta, um kl.1:30 hringdi Rúnar bóndi í mig og bað mig að skutla sér, Atla Rúnari og Binna niður í bæ. Ég geri það með bros á vör en þegar við komum niður í bæ fær Rúnar e-a bakþanka með bæjarferðina en fer á endanum niður í bæ með því loforði frá mér að ég muni sækja hann seinna um nóttina. Ég fer heim og vona að ég nái nú e-m smá svefni áður en ég þurfi að fara aftur af stað því ég er búin læra eins og brjálæðingur í dag og þurfti því að vakna snemma. En nei ég var rétt svo að svífa inn í land draumanna þegar síminn hringir og ég beðin um að koma og ná í drengina. Ég skutla Atla heim en þegar ég er að fara að skutla Rúnari uppgötvar hann að hann sé búinn að týna lyklunum sínum. Við förum nú samt heim til hans og hann reynir að skrúfa upp gluggann með kreditkorti á meðan ég bíð útí bíl ótrúlega sofandi í HK-stuttbuxum. Honum tekst ekki að opna gluggann og því þurfum við að fara heim til mín til þess að tékka hvort lyklarnir hafi nokkuð orðið eftir í bílnum á leiðinni í bæinn (ég fór sko á öðrum bíl þangað). En lyklarnir eru hvergi sjáanlegir svo við brunum upp í hesthúsið hans þar sem hann ætlaði sér að ná í skrúfjárn til þess að fara inn um gluggann en finnur þar ekki neitt nema e-n eldgamlann hníf og við aftur af stað heim til hans og ég skil hann þar eftir og vona að hann komist inn.... Fékk svo skilaboð seinna um nóttina þess efnis að hann hafi nú komist inn strákurinn....
En þetta er ekki búið, ég komin heim aftur og upp í rúm og er á nákvæmelga sama stað í því að sofna eins og fyrr um nóttina þegar strákarnir hringdu úr bænum og þá hringir síminn minn og stendur á honum: "Bjútíið heima", sem er Karen heima. Ég held að það sé nú e-ð alvarlegt að fyrst að hún sé að hringja um hánótt (það er sko ekki vaninn að hún sé á fótum svona seint) en þá er hún að bi/yðja mig að sækja Valda í bæinn. Ég bara gat ekki meir (búin að snúast með Rúnari í 2 tíma eða e-ð álíka og klukkan orðin hálf fimm eða meira þegar hér er komið við sögu) og sagði því nei við hana og bi/yðst hér formlegrar afsökunnar á því Karen & Valdi!! En mér skilst að hann hafi nú skilað sér í Kóp. með e-m hætti þannig að ég þarf ekki að vera með mikið samviskubit. Þess má nú samt til gamans geta að ég gat ekki sofnað strax aftur og lá því í nokkrar mín vakandi en svaf svo eins og ungabarn það sem eftir var næturinnar og vaknaði ekki fyrr en kl.11 þegar Karen Rúnars hringdi og vakti mig, en ég þakka henni það því að ég er búin að vera að massa jarðfræðina í allan dag og hefði ekki mátt sofa lengur..........
Vinna í kvöld og svo að kíkja smá í afmæli til Jóhönnu Sifjar og svo í handb.teiti hos Bína.... Ég er búin að taka þá ákvörðun að vera í ökuhæfu ástandi í kvöld en er samt ekki að fara að endurtaka snúninga síðastliðinnar nætur!! Annars er ég nú ekkert pirruð yfir þessu, það var nú meira í gríni en alvöru.....

Þar til næst......hefnd egnir til hefnda!!! Munið það!!

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?