<$BlogRSDURL$>

mánudagur, apríl 26, 2004

Próf sökka!!! 

Vá hvað það er ógeðslega leiðinegt að vera í prófum.... Þetta er versti tími ársins!! En það sorglegasta hjá mér í dag er það að pabbi og Ásrún, konan hans eru að koma heim frá Frakklandi sem þýðir að ég þarf að skila bílnum. Ég sem er búin að hafa það svo gott á honum síðustu vikuna.. En það er nú samt sem áður gaman að hitta gamla settið!!
í dag er ég ekki búin að afreka mjög mikið, eða jú reyndar ef ég hugsa betur út í það er ég alveg búin að gera ágætlega mikið. Vaknaði kl.7:30 og fór í Jarðfræðipróf, það gekk ágætlega held ég bara. Eftir það skutlaði ég Karen heim og ákvað að kíkja aðein inn með henni og hafa gaman, horfa á Neighbours og svona saman en klukkan var samt bara 9:30 en nei nei þá skellir hún sér í e-n andsk... tölvunördaleik og er í honum ekkert smá lengi svo ég kveð og fer heim. Fer að hanga í tölvunni heima og svo aðeins uppí Hjallaskóla þar sem ég ætlaði mér að hitta skólahjúkkuna til þess að fá e-ð blað útaf AFS en hún er ekki við svo ég fer niður á Sýsló til þess að panta mér nýtt vegabréf. Alltaf gaman að koma niður á Sýsló og hitta Hrund, ávalt hress sú! Ég var á þessum tímapunkti búin að fyrirgefa Karen með leikinn svo ég fer í óvænta Neighbours heimsókn til hennar. Skutla henni til Aldísar Aðalbjarnar, fer svo heim og niður í vinnu til Telmu þar sem hún klippti mig smá og ég launaði henni með því að hanga hjá henni í u.þ.b. 2 klt. Lilja kemur líka þar og er með okkur. Við Lilja höldum heim á leið um 16:30 og þá liggur leið okkar upp í Digranes í Röskvu, við hlaupum góða upphitun (þess má geta að Lilja svindlaði og hljóp bara í korter) og liftum svo eiginlega engu miðað við hina sem voru að lyfta þarna. Svo förum við inn í sal í körfu, fótb., og smá vítakeppni þar sem ég var að brillera í markinu eins og alltaf. Ég fór heim og Lilja heim og svo kom hún til mín að horfa á O.C. (þvílík snilld, jafnast næstum á við Neighbours) og svo förum við til Karenar sem er rétt að koma úr sturtu og er 100 ár að klæða sig og myndarmennskan var í fyrirrúmi og við förum að þrýfa bílinn uppi í Engihjalla. Telma var búin að hóa saman nokkrum í körfubolta, Heimi, Tinnu og okkur, Lilju og Karen. Við fórum þangað en þá beiluðu aumingjarnir og kvörtuðu undan kulda og létu alkhólistagenin taka völd. Þannig að við skiljum við þau á Shooters og allir fara til síns heima. Eða ég er reyndar núna hjá pabba að bíða eftir þeim. En nú nenni ég ekki að skrifa meir er með skrítinn verk í vinstri hönd þannig að ég kveð í bili.....

Það til næst......"Allir eru vinir, meðan vel gengur".... Kveðja, ég!!

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?