<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 05, 2004

Draumar... 

Mig er farið að dreyma svo svakalega núna, nótt eftir nótt og oft e-ð svipað en með öðrum persónum. Ég vaknaði t.d. ekkert smá þreytt í morgun eftir atburði næturinnar en ég var út um allt í þessum draumum mínum. Þetta er alveg merkilegt og langt síðan mig hefur dreymt svona mikið, eða mann dreymir víst alltaf e-ð er sagt. Það er bara spurning hvort maður muni það sem mann var að dreyma. Ég verð að fara að reyna að ráða þessa drauma mína, eða láta e-n gera það það fyrir mig því þetta hlýtur að tákna e-ð merkilegt.
Fór í hagfræðipróf í morgun og gekk bara þrusuvel fannst mér allavegana. Hugsa að ég fái ágætiseinkunn eftir allt saman. Vona svo innilega að ég verði með betri einkunnir núna en um jólin og finn eiginlega á mér að það mun verða svo. Nú á ég bara 4 próf eftir og þar er þýskan það erfiðasta en hún er á föst. Næsta vika verður síðan létt, það er stæ. á mán, danska á mið. og bókfærsla á föst. Ágætis próf til að enda á, allt það versta yfirstaðið.
Í gær var bara lært og lært, skellti mér svo á æfingu en þar voru u.þ.b. 40 stelpur sem er eiginlega allt of mikið þó svo að Digranesið góða sé nú ekki lítið. Ég get ekki ýmindað mér hvernig þetta verður þá í dag út í Kársnesi en því miður kemst ég ekki og mun skella mér í Röskvu í staðinn seinna í kvöld, svo er bara spurning um að taka einn ljósatíma svona í tilefni dagsins. Maður er orðin eins og næpa eftir veturinn. Fór einmitt til henna Mörtu í gærkvöldi í smá aukakennslu í áætlanagerð í hagfræðinni og ég þakka henni alveg æðislega vel fyrir það!! Þar skoðaði ég myndir frá Spánarferð okkar síðasta sumar og vá hvað mig langar að skella mér í sólina núna... Að sjá þetta veður, umhverfið og hversu brún ég var var unaðslegt (var reyndar búin að vera tveimur vikum lengur en hinar á Salou sem er btw besta place í heiminum).
Svo fer að styttast óðfluga í sumarfrí og annað, það verður allt í gangi helgina 14-16 maí og vikuna eftir það....

Þar til næst......"þú lifir til þess að læra að elska, þú elskar til þess að læra að lifa. Það er eina lexían þín".....soldið snúið en mjög flott!!

Fékk allt í einu mikla löngun til þess að hafa hér mynd af vini mínum, Staffan Olson. Ég hef ekki hugmynd um afhverju....


|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?