<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 03, 2004

Eintóm hamingja!! Enda er ég að hlusta á The Seed  

Var að koma inn úr dyrunum, Íslenskuprófið var tekið með trompi og það gekk alveg fram úr björtustu vonum. Eiginlega gekk bara alveg gríðarlega vel. Þetta var skemmtilegt próf, og skemmtilegt að ég var búin að undirbúa mig nokkuð vel til tilbreytingar. En nú er hagfræðin næst og ekki víst að það verði eins mikil gleði þar á ferð. Eða jú jú, ég verð alveg svakalega dugleg að læra og þá gengur allt eins og í sögu. Hagfræðin er nefnilega merkilega skemmtileg þegar maður nennir að leggja sig fram í henni.
En nóg um skólann, það snýst reyndar allt um skólann hjá mér þessa dagana. Er samt búin að skila öllum AFS gögnunum inn og umsóknin mín er farin til Þýskalands og svo er bara og bíða og vona að það verði e-ð fyrirmyndar fólk sem tekur fyrirmyndar manneskju eins og mig upp á arma sína ;-) Ég er nú farin að hlakka alveg svakalega til að fara og er ekki með neina bakþanka þó svo að þetta hafi gengið mjög hratt fyrir sig. Frá því að ég tók endanlega ákvörðun um að fara og svo þar til núna að umsóknin er farin.
En hey vitiði hvað kom fyrir mig um daginn? Nei sennilega ekki. Það er nefnilega merkilegt með það að fólk segir svo oft við aðra: "hey, veistu hvað?", en að sjálfsögðu er ekki nokkur leið að næsti maður geti hugsanlega vitað það sem maður er að fara að segja svona bara upp úr þurru. En nóg um það, ég semsagt var alveg steinsofandi um daginn og vakna svo snögglega útaf e-u sem ég bara kann ekki skýringu á en þá var þessi kolsvarti köttur að spássera inni í herberginu mínu alveg við rúmið. Mér líkar vel við ketti oftast, átti einn persneskann einu sinni alveg svakalega sætan en mér var nú samt ekkert sérstaklega vel við það að hafa e-n ókunnugan kött með enga ól inni hjá mér. Þannig að ég stend á fætur og opna hurðina til að vísa honum út og hann hleypur fram, og þá ætla ég að opna útidyrahurðina til að hleypa honum út en hann er nú ekki á sama máli og byrjar að trítla upp stigann. Ég þori enganveginn að koma við hann þannig að ég byrja að segja svona: "kis, kis" til að lokka hann en hann er snjallari en ég og hlustar ekki á mig. Mér er nú ekki farið að lítast á blikuna en í sama mund opnar litla systir mín hurðina uppi og þá verður kisi hræddur eða e-ð og skokkar niður og ég náði svo að beina honum út fyrir. Svo fór ég aftur að sofa en systir mín byrjar að væla í mér að hafa ekki leyft honum að vera inni hjá okkur og þ.h. vitleysu því að hann hafi verið svo sætur. En mér fannst hann bara ekkert sætur, óvelkominn og ekki með ól minnir mig og kannski með flær.....
En nú verð ég að hætta, ætla að fá mér að borða áður en gamanið byrjar eftir hálftíma, semsagt Neighbours..... Svo er málið að byrja að læra og kíkja jafnvel í ljós eða Röskvu eða jafnvel bæði... Við sjáum til.

Neighbours, everybody needs good neighbours. With að little understanding you can find the perfect friend.....

En þar til næst......"Aðgát skal höfð í nærveru sálar"... ekki gleyma því!!

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?