<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 08, 2004

Laugardagur til leti... eða hvað?? 

Nei þessi laugardagur er sko ekki búin að vera letidagur, ég er nú búin að vera vakandi í einn og hálfan sólarhring en læt það ekki buga mig. Skellti mér á æfingu kl.11 í morgun, þrátt fyrir frekar slæmt ástand.... Svo var stefnan sett í Kópavogslaug með Lilju, Grétu og Bínu. Það var ekkert smá hressandi og sólin skein og læti... Til að halda í hefðir vildu Bína og Gréta ólmar fara á KFC og eiginlega neyddu okkur Lilju litlu með.... Það var samt mjög gott!! Ég og Lilja brunuðum síðan í Smáralindina til þess að njóta þess að horfa á ÍBV-Valur með henni Telmu sem tók sér það lengsta matarhlé í vinnunni sem sögur fara af... En því miður eru þessir staðir í Smáralind ekki að standa undir væntingum því að enginn þeirra var að sýna frá leiknum. Friday´s kaus að sýna fótbolta og Energia vildi frekar hafa tómann skjá en þessar fyrirmyndar handboltameyjar... Ekki til eftirbreytni semsagt!! Ég náði því miður ekki að klára að horfa á leikinn því að Gleði Höllin (stolið) beið mín í öllu sínu veldi.... og leikurinn var framlengdur en ég gat hlustað á hann í beinni í vinnunni þannig að það fór ekki framhjá mér að ÍBV vann því miður..... :-/
Núna er ég bara heima, angandi í pizzulykt en nenni ekki alveg strax í sturtu... Lilja er samt á leið til mín með nýja bílprófið sitt hehe.....

Í gær var smá tjúttað, Telma byrjaði á því að vera 4 tíma að taka sig til og svo fórum við á Shooters í smá stund. Þá kom Ólafur nokkur Víðir og skutlaði okkur í bæinn og með honum var enginn annar en Jón Snær sem gaf henni Telmu smá glaðning.... Það er einmitt skemmtilegt frá því að segja að Óli fékk mig til að hringja í Jónka og rugla e-ð í honum en svo óheppilega vildi til að Jónki var með númerið mitt í símanum svo að þegar ég reyndi að telja honum trú um að ég væri Katrín úr Grafarvogi þá vissi hann allan tímann hver ég var en skemmti sér samt við að hlusta á mig reyna að búa til e-a steypu sem gekk ekkert of vel.... En já við fórum semsagt á Hverfis og hittum þar þær stöllur, Guðnýju og Grétu, og það var allt pakkað þarna af handboltafólki.... Maður kannaðist við andlit í hverju horni... Fórum smá stund á Ara í Ögri en svo var hún Gréta svo almennileg að taka okkur með heim á bláa kagganum í mismunandi ástandi hvor fyrir sig.... Veit ekki hvernig kvöldið verður en Lilja er komin til mín og er óþolinmæðin uppmáluð þannig að ég verð að kveðja í bili....

Þar til næst...."öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, sérstaklega Lilli og Mikki!!"

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?