<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júní 11, 2004

Allt að gerast  

klukkan er sex um morgun hjá mér núna, en ég er ekkert smá hress enda búin að sofa í u.þ.b. 14 klt. Já það er nú slatti.... Ég var orðin svo helvíti þreytt eftir allt ferðalagið og svo er þessi tímamismunur nú meira ruglið.... (hehe Karen kannast við þessa setningu, ég fór þó aðeins lengra en til DK) en allavegana þá hefur margt sniðugt drifið á daga mína, það byrjaði á leiðinni frá IC til NY þá var ekkert smá sætur strákur með mér í flugvélinni, hann var ekta sætur amerískur af töff gerðinni (ekki lúði í perubuxum og háskólabol), dökkhærður með krullur og og í flottum fötum (var samt sko í Nikita bol og með Nikita band, ég hélt að Nikita væri bara stelpumerki en ég vona hans vegna að það sé komin strákalína líka) svo var hann brettatöffari, var með brimbretti með sér.... Hann er svo sæti gæinn í myndunum.. Fyrirliðinn í skólaliðinu og svona, semsagt bara nettur gaur!!


þetta er samt ekki hann sko

Svo komum við til NY og vorum að fara að taka leigubíl á hótelið og þá kom e-r maður sem sagðist vera með car servis og mamma lét okkur fara með honum en mér leist nú ekkert mjög vel á hann sko, og þegar hann kom svo með bílinn var þetta ekki svona gulur bíll eins og allir leigubílarnir eru hér og þá var mér nú ekki sama og fór e-ð að segja við mömmu. Svo þegar við vorum að fara útaf bílastæðinu þá spurði hann mömmu hvort hún væri með 3$ til að borga og nú leist okkur ekki á blikuna, ég var byrjuð að hugsa um hvernig ég gæti ráðist á hann og e-ð.... En hann skilaði okkur nú á endanum á hótelið en ætlaði að láta okkur borga 50$ sem er alveg 3500 ísl og þetta var ekkert smá stutt ferð sko, dýrara en á Íslandi sem er land gjaldanna..... En allavegana þá sváfum við þarna og fengum fínan morgunmat og svona. Svo fórum við aftur á flugvöllinn en gátum ekki tékkað okkur inn strax en það var ekki vegna þess að það var bilun í kerfinu heldur vegna þess að það er enungis hægt að tékka sig inn 6 tímum fyrir bröttför sem þýðir að við vorum komnar á flugvöllinn 6 OG HÁLFUM TÍMA fyrir brottför.... PÆLIÐI Í ÞVÍ, hversu sorglegt er það... en svo bíðum við þarna í hálftíma og svo var farið inn í flughöfn, og ég hafði ætlað mér að vera svaka kúl og sofa þar eins og margir gera en nei nei þá voru bara sæti með geðveikt stórum örmum á milli og þess vegna ekki hægt að liggja svo ég svaf sitjandi með tilheyrandi bakverkjum og hnéverkjum.... Damn það var hellað, svo fórum við í Delta vélina til að fljúga til Seattle og þá var e-ð vesen fyrir mig að komast inn því miðinn minn var e-ð skrítinn og ég þurfti að bíða þar til seinast og mamma var að fara á lí/ýmingunum en það reddaðist eins og annað.... Í flugvélinni var Grísk fjsk. að ég held sem sat við hliðiná okkur og ein konan var með svo stóra vörtu á enninu að hún var stærri en nefið og mér fannst hún svo ógeðsleg, svo var hún alltaf að taka út úr sér tennurnar og ég var að kúast þarna, hin konan var svona 200 ára og var geðveikt skrítin og vond lykt og allur pakkinn, ég gat ekkert sofið því það var geðveikt þröngt og ég gat ekki sett bakið aftur á bak því að ég þurfti endilega að lenda f. framan neyðarútganginn og þá má ekki setja bakið aftur... Þvílik sorg!!! (ég gleymdi að segja áðan að Rut Reginalds var með okkur í fluginu til NY og þar sem mikið er búið að fjalla um hana í fjölmiðlum á Íslandi að hún sé hætt að drekka og reykja og allt, þá get ég sko sagt ykkur að ég get sannað að það er ekki satt... En ég ræði það ekki frekar hér) Svo vorum við komnar til Seattle haldiði ekki að gamla konan gríska hafi byrjað að tala við mig og ekki á ensku þannig að ég skildi ekki neitt og svo kom hún meira að segja og tók í öxlina á mér (ok ég kann ekki að skrifa öxl, svekkjandi) og ég hélt ég myndi deyja ég fékk klígu og allt!! En já svo í gær fórum við að skoða University of Washington = skólann hennar Helgu og hann var ekkert smá stór og þetta var svaka töff allt saman.... En allavegana þá er ég núna að fara í útskriftina hjá systur minni en í kvöld mun ég fara í e-ð partý með stelpum sem eru að útskrifast úr High School hér........ Það verður gaman að sjá hvernig það er....

Þar til næst...."enginn er verri þótt hann sé perri".....

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?