<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júní 16, 2004

Úber hress með ósléttað hár..... 

Daginn áður en ég fór hingað og var að pakka niður segir mamma við mig: "Hildur, ég ætla bara að minna þig á það að þú getur ekki tekið nein rafmagnstæki með þér út því að rafmagnskerfið er allt öðruvísi." Þessu var ég búin að steingleyma og er viss um að mamma hafi ekki verið búin að segja mér þetta fyrr þó svo að hún segi það. Veröld mín hrundi á augnabliki, ég áttaði mig á því að ég gæti ekki tekið sléttujárnið mitt með.... Og hvar er ég án sléttujárnsins míns??? Ég sá fram á þrjár hræðilega slæmar útlisvikur, ég meira að segja á leiðinni í nokkrar veislur og átti að vera fín... Og þið sem þekkið mig vel vitið að ég er ekki fín þegar hárið er allt út í loftið.... En ég reyni að sýna mikið æðruleisi og er alveg róleg yfir þessu öllu saman, systir mín búin að segja mér að hún eigi sléttujárn sem btw er ömurlegt, verra en mitt eldgamla hvíta og gula meira að segja!! Svo er ég núna búin að vera hér í viku og hárið á mér er bara ekki svo slæmt ósléttað, ég reyndi bara að blása það slétt og það var fínt sko... Annars er ég búin að vera mikið með derhúfu svo að þetta er allt saman ok.... Svo er það annað mál að Kanarnir eru þeir ósmekklegustu í heiminum svo að maður er alltaf smart í kringum þá hversu sjúskaður sem maður er.... Nei svona án gríns þá er þetta svakalegt hversu miklir lúðar eru hér!! Það eru bara perugallabuxurnar og huges háskólabolir.... Hvað er það??? Og stelpurnar líka, í risa peysum.... Þetta nær engri átt, ég fór reyndar í bæinn í gær og það er alveg hægt að kaupa flott föt hér, og fólkið sem vinnur í þeim búðum er mjög smart sko.... Ég er reyndar búin að sjá kannski tvo til þrjá úti á götu sem eru smart, fyrir utan Íslendingana sem voru hér í grillinu á laug. þau voru náttlega smart..... En talandi um föt þá fór ég aðeins að versla í gær, keypti mér converseskó, bláa, þessa úber venjulegu, gömlu góðu... Þeir eru hevy hressir (það voru til allir litir, ég ætlaði fyrst að kaupa rauða, en svo langaði mig 100% í bláu en langar í eina enn, gula, rauða eða appelsínugula og ég ætla að sjá til með það.... Og við erum að tala um það að ég keypti þá á 3000 isl.kr. sem er gjafaverð, u getur keypt þá í NTC á e-ð um 10000 isl.kr) Svo keypti ég geðveika derhúfu og svo e-a boli og peysu og e-ð sem ég nenni ekki að telja upp....
En ég fór í Levi´s búð hér og hún var skal ég ykkur segja bara ekkert til að hrópa húrra yfir, það voru flottir bolir og geðveikt svona cowboy stígvél þar en buxurnar voru ógeð.... Við erum að tala um perubuxur, nei ok kannski voru e-r ágætar þarna inn á milli en ég tékkaði ekkert á þeim... Það voru ekki einu sinni Levi´s twist buxur þarna og hafa aldrei verið, ástæðan fyrir því er víst að þær eru of fríkí... Hvað er það?? Ekki finnst mér þær nú e-ð fríkí sko!!! En allavegana þá bið ég að heilsa ykkur í bili..... Ég fór í Urban outfitters og sú búð fær þúsund plúsa!! Hún er hevy flott.... Þið getið tékkað á síðunni þeirra www.urbanoutfitters.com

Þar til næst...."Hugsaðu jákvætt, það er léttara".....


P.s. Ég fór í dýragarðinn í fyrradag nema hvað við vorum að skoða gorillurnar og ein skeit í lófann á sér og byrjaði svo að éta kúkinn..... OJ, þetta var það allra ógeðslegasta sem ég hef séð, í alvöru þá gat ég ekki horft á þetta!!! En annars var fínt í dýragarðinum, fullt af krúttlegum dýrum og svona.....
Ég er búin að fá AFS-ferðaáætlun og ég fer til Þýskalands 3.sept... Shit hvað það er farið að styttast, hún Karen mín er nú samt að fara bara núna eftir mánuð, um miðjann júli og Lilja litla svo um miðjann ágúst svo ég verð ein hér eftir en þið sem verðið hér eruð heppin því að það verður svaka kveðjuveisla heima hjá mér í lok ágúst!!!
Svo er smá breytt plan, vegna óviðráðanlegra ástæðna hjá okkur Bínu þá höfum við canselað DK-ferðinni sem við hugðumst fara í í júlí.... Bolinn hér fyrir ofan keypti ég í Levi´s búðinni....

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?