föstudagur, júní 25, 2004
Flöskudagur...
Það er svo mikið búið að vera í gangi að ég væri í allan dag að skrifa ef ég ætlaði að segja frá því öllu.... En allavegana þá á þriðjudaginn fórum við í moll sem heitir Bellevue og það var fínasta moll, keypti mér pils og bol þar.... Við fórum nú samt ekki í margar búðir þar því að hún Edda Konn kom að hitta okkur því að ég var búin að byðja hana að fara með okkur í nokkrar second hand búðir með gamla skartgripi, skó og þ.h. þannig að við drifum okkur þangað og ég keypti alveg fullt... Geðveik stígvél sem ég var búin að vera að bíða eftir að kæmu aftur í Spútnik heima nema þessi sem ég keypti hér eru leður en ekki rússkins... Svo keypti ég fullt af allskonar skarti og flottustu sólgleraugu í heimi.....
Eftir þetta allt saman fórum við í mat til Nicks og Bonnyar og þar fengum við krabba að borða, þeir voru bornir fram í heilu lagi og hver og einn átti að taka sjálfur skelina af og plokka kjötið frá og svona.... Við kunnum þetta nú ekki alveg en fengum alveg afbragðs kennslu, þetta var mjög gott en sérstakt og maður þarf soldið að venjast því að kjötið er soldið slepjulegt og ég var ekki alveg á því að fara að koma við þetta allt saman því þegar maður er búin að taka skelina af þá blasir bara allur úrgangurinn við manni og það var ekkert sérstaklega girnilegt.... En Nick var herramaður og gerði þetta allt saman fyrir mig, meira segja náði kjötinu öllu frá og setti á diskinn og smör á, það eina sem vantaði var að hann mataði mig en ég bjargaði því nú sjálf..... Og talandi um mat þá er ég að segja ykkur það að ef ég byggi hér þá væri ég eins og mamman í "What´s eating Gilbert Grape" í alvöru talað..... Ég er búin að bæta alveg svakalega á mig hér og ég er einungis búin að vera hér í þrjár vikur... Hvað þá ef ég væri alltaf hér... Það er nú líka kannski vegna þess að ég er ekki búin að hreyfa mig í u.þ.b. tvo mánuði... Ja hérna ég skammast mín ekkert smá, ég var æðislega bjartsýn og tók hlaupaskóna með mér hingað út en ég er hrædd um að þeir séu nú bara ennþá ofan í tösku..... En þetta er nú í lagi svona í styttri tíma, en það fer í gang alveg þvílíkt æfingarprógram þegar ég kem heim.... (Annars kenni ég Lilju hálfpartinn um þetta hreyfinarleysi því að hún mátti ekkert hreyfa sig í tveir þrjár vikur áður en ég fór út og hver á þá að koma með mér að lyfta????) En Lilja mín bara svo þú vitir það þá er ég að grínast.... Jæja þá er ég komin að miðvikudeginum, við sváfum alveg fram yfir hádegi og vorum ekki komnar út fyrr en um hálf fjögur og skelltum okkur þá í Northgate mall og þar voru mjög flottar búðir skal ég ykkur segja, við náðum ekki alveg að skoða allar því að það var verið að fara að loka þegar við loksins komum í endann á mollinu.... En ég keypti tvö pör af skóm í þessari ferð, eina Nine West skó sem eru svona litlir skór eins og ég kalla þá og svo eru hinur skate-skór..... Þetta semsagt þýðir að ég er búin að kaupa fjögur skópör sem ég tel nú bara ágætt.... En já svo fórum við heim og grilluðum lax sem var bara snilld með e-u kryddi sem er héðan úr Washinton.... Í gær fórum við í ferð og keyrðum soldið langt og tókum svo ferju yfir fjörðinn og keyrðum svo áfram í bæ sem heitir Port Townsend og hann var mjög fallegur og allt svona gamaldags, minnti mann á svona eldgamlar bíómyndir.... Við duttum þar inná svona hamborgarabúllu sem var ekkert smá flott, mér fannst ég bara vera komin inn í Grease eða e-ð álíka.... Allt svona ljósblátt og bleikt, bólstraðir snúnings barstólar, glimskratti og litlir glimskrattar á hverju borði svo maður þurfti ekki að standa upp til að spila lag, gat gert það á borðinu og ég spilaði þarna hvert lagið eftir annað og hélt eiginlega bara uppi stuðinu þarna... hehe en já það var meira að segja shake með hamborgurunum sem var snilld en ekkert sérstaklega gott saman..... en já svo núna er bara frekar stutt síðan ég vaknaði og ég við erum bara að fara að taka okkur til of fara í annað hvort Bellevue mall eða Northgate mall.... Þannig að ég bið að heilsa í bili..........
Þar til næst..."Erfiðleikarnir eru bara hin hliðin á velgengninni"...
|
Eftir þetta allt saman fórum við í mat til Nicks og Bonnyar og þar fengum við krabba að borða, þeir voru bornir fram í heilu lagi og hver og einn átti að taka sjálfur skelina af og plokka kjötið frá og svona.... Við kunnum þetta nú ekki alveg en fengum alveg afbragðs kennslu, þetta var mjög gott en sérstakt og maður þarf soldið að venjast því að kjötið er soldið slepjulegt og ég var ekki alveg á því að fara að koma við þetta allt saman því þegar maður er búin að taka skelina af þá blasir bara allur úrgangurinn við manni og það var ekkert sérstaklega girnilegt.... En Nick var herramaður og gerði þetta allt saman fyrir mig, meira segja náði kjötinu öllu frá og setti á diskinn og smör á, það eina sem vantaði var að hann mataði mig en ég bjargaði því nú sjálf..... Og talandi um mat þá er ég að segja ykkur það að ef ég byggi hér þá væri ég eins og mamman í "What´s eating Gilbert Grape" í alvöru talað..... Ég er búin að bæta alveg svakalega á mig hér og ég er einungis búin að vera hér í þrjár vikur... Hvað þá ef ég væri alltaf hér... Það er nú líka kannski vegna þess að ég er ekki búin að hreyfa mig í u.þ.b. tvo mánuði... Ja hérna ég skammast mín ekkert smá, ég var æðislega bjartsýn og tók hlaupaskóna með mér hingað út en ég er hrædd um að þeir séu nú bara ennþá ofan í tösku..... En þetta er nú í lagi svona í styttri tíma, en það fer í gang alveg þvílíkt æfingarprógram þegar ég kem heim.... (Annars kenni ég Lilju hálfpartinn um þetta hreyfinarleysi því að hún mátti ekkert hreyfa sig í tveir þrjár vikur áður en ég fór út og hver á þá að koma með mér að lyfta????) En Lilja mín bara svo þú vitir það þá er ég að grínast.... Jæja þá er ég komin að miðvikudeginum, við sváfum alveg fram yfir hádegi og vorum ekki komnar út fyrr en um hálf fjögur og skelltum okkur þá í Northgate mall og þar voru mjög flottar búðir skal ég ykkur segja, við náðum ekki alveg að skoða allar því að það var verið að fara að loka þegar við loksins komum í endann á mollinu.... En ég keypti tvö pör af skóm í þessari ferð, eina Nine West skó sem eru svona litlir skór eins og ég kalla þá og svo eru hinur skate-skór..... Þetta semsagt þýðir að ég er búin að kaupa fjögur skópör sem ég tel nú bara ágætt.... En já svo fórum við heim og grilluðum lax sem var bara snilld með e-u kryddi sem er héðan úr Washinton.... Í gær fórum við í ferð og keyrðum soldið langt og tókum svo ferju yfir fjörðinn og keyrðum svo áfram í bæ sem heitir Port Townsend og hann var mjög fallegur og allt svona gamaldags, minnti mann á svona eldgamlar bíómyndir.... Við duttum þar inná svona hamborgarabúllu sem var ekkert smá flott, mér fannst ég bara vera komin inn í Grease eða e-ð álíka.... Allt svona ljósblátt og bleikt, bólstraðir snúnings barstólar, glimskratti og litlir glimskrattar á hverju borði svo maður þurfti ekki að standa upp til að spila lag, gat gert það á borðinu og ég spilaði þarna hvert lagið eftir annað og hélt eiginlega bara uppi stuðinu þarna... hehe en já það var meira að segja shake með hamborgurunum sem var snilld en ekkert sérstaklega gott saman..... en já svo núna er bara frekar stutt síðan ég vaknaði og ég við erum bara að fara að taka okkur til of fara í annað hvort Bellevue mall eða Northgate mall.... Þannig að ég bið að heilsa í bili..........
Þar til næst..."Erfiðleikarnir eru bara hin hliðin á velgengninni"...
Comments:
Skrifa ummæli