<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júní 19, 2004

I love AMERIKA!! 

Ó MÆ GAD... Það er allt að gerast hér, ég er að verða eins og Kanarnir... Allt svo frábært, fullkomið og krúttlegt alls staðar... hehe En svona án gríns þá er þetta bara snilld hér, allt eins og mann hefur dreymt um úr bíómyndunum!!

En ok, No Doubt... Það var mesta snilld í heiminum, segi og skrifa GEÐVEIKT... Þessir tónleikar voru svo mikil snilld að ég get engannveginn útskírt það nógu vel hér... Blink 182 voru að hita upp og þeir eru geðveikir á sviði.. Svo kom No Doubt og o.m.g. þau eru öll svo sæt að það er merkilegt... Gwen er mesta gella í heiminum og vá hvað maður væri til í að vera eins og hún :-) Hárið á henni var bara flott, alveg ljóst og tekið svona upp eins og mér finnst svo geggjað... Toppurinn túberaður og svona dæmi alveg sleikt á hliðinum en svo allt svona kúl ofan á... Og fötin, vá vá vá. Hún er alltaf í fötum sem hún hannar sjálf og þau voru súper kúl.... Ég bara held ekki vatni yfir þessu öllu saman... Og stemningin á tónleikunum bara geðveik... Ég náttlega hef aldrei farið á svona stóra tónleika þannig að þetta var lífsreynsla út af fyrir sig... Þetta voru sko útitónleikar og það var bara snilld og já ég bara á ekki orð til að lýsa þessu öllu saman svona á riti... En semsagt þá var það svo geðveik tilfinning þegar þau tóku Don´t speak að ég mun aldrei gleyma þessum mínútum.... Þau voru bara tvö á sviðinu, Gwen og gítarleikarinn og þetta var geðveikt!!! Ég verð að fá að deila þessu frekar með ykkur þegar ég kem heim, með tilheyrandi leikrænum tjáningum og þess háttar... En ég er að segja ykkur það að þetta var GEÐVEIKT GAMAN!!!
Þetta var semsagt á sextándanum og svo á sautjándanum fórum við í kaffiboð til Eddu Konn, konu sem ma & pa kynnstust þegar þau bjuggu á Miami og börnin hennar og barnabörn komu og það var mjög gaman að hitta þau öll sömul. Svo fórum við heim og gerðum alveg geðveikt góðan kvöldmat, nautasteik með grænpiparsósu og bakaðar kartöflur og jukk og allur pakkinn... Ástæða þess var nú kannski ekki alveg þjóðhátíðardagsfögnuður heldur var annar sambýlingur Helgu að fara heim til Íslands aftur svo þetta var svona kveðjudinner f. hann. Við sötruðum aðeins með matnum og svo komu íslenskir vinir systur minnar í heimsókn og svo sátum við systur úti á palli í geðveiku veðri aðeins fram eftir og slúðruðum um mann og annan hehe....
Svo í gær þá fór ég með Sóleyju (sem er dótturdóttir Eddu Konn) og fjórum vinkonum hennar (sem heita Ryanne, Becca, Angie og Kaily að mig minnir) í hús sem Becca á við vatn sem er hér rétt hjá og þar eiga þau bát og alls konar skemmtilegt stöff... Það fórum við á bátinn og settum svona túpu aftan í hann sem tveir geta legið á í einu og það er hevy erfitt að halda sér á henni og ég er með harðsperrur dauðans í dag svona eins og koma eftir armbeygjur á geðveikt vondum stað þannig að mér líður eins og ég hafi ekki gert annað í gær en að gera armbeyjur heheh I wish..... En já allavegana þá var það ekkert smá gaman og Becca keyrði náttlega bátinn á milljón eða e-ð svo þetta var klikkað adrenalín kikk sko.... Nema hvað ég er nú mikill lúði stundum sko að ég missi takið þarna á þessu og dett í vatnið og lendi svona svakalega á hálsinum þannig að ég er algjörlega óhæf um að snúa hausnum til hægri í dag og var alltaf að vakna í nótt út af þessu helvíti... En það er nú allt í lagi sko, það grær áður en ég gifti mig en það fyndna er sko að í gær fann ég bara smá högg á hálsinn og ekkert meira með það en svo í dag þá er þetta hellað.... En allavegana svo lágum við bara í sólbaði og fjöri sko en fórum svo aftur út á vatnið og þá vorum við með sjóbretti og skíði en ég prófaði það ekki bæði vegna þess að við höfðum svo lítinn tíma og líka því ég vildi ekki detta svona ílla aftur þannig að ég prófa það bara næst.... Við vorum náttlega bara gellur sko, á geðveikum bíl að keyra á hraðbraut í USA, hvað getur maður beðið um meira... Eins og ég segi þá var þetta bara snilld sko, bíllinn var geðveikur og ég var svo að fíla mig að það hálfa væri miklu meira en nóg..... Svo fórum við Sóley heim til hennar og ég fór með þeim fjsk. í útskriftarveislu hjá vinafólki þeirra (ég þekki sko mömmu hennar og pabba, sérstaklega mömmu hennar. Hún er íslensk og er dóttir Eddu Konn) og það var snilld að fara með þeim í veisluna því að allt var svo Amerískt, alveg eins og klippt út úr bíómynd heheh allir svo glaðir og tala ekki um annað en hvað allir og allt er sweet og cute.... Allir svo krúttlegir og allt svo öðruvísi en á Íslandi, á Íslandi er bjór í svona veislum og allir svo feimnir þar til þeir eru komnir í glas, en hér er sko bara límonaði á borðum og allir svo innilegir og hressir.... Svo náttlega eru svo margir feitir hér að það er snilld, svona án gríns þá er ábyggilega ekki einn einasti staður á þessu landi þar sem enginn feitur er hehe.... En já svo er það líka merkilegt með fólkið hér að það fer í veislu og það er bara í eins og við heima myndum kalla það, skítagallanum... Það er ekkert verið að dressa sig upp f. neitt, þau mæta bara á inniskónum og ég veit ekki hvað... Eins og þegar systir mín hélt grillpartýið þá sá maður greinilega hverjir voru íslenskir og hverjir ekki, Íslendingarnir komu fínir en Kanarnir ekki..... En já semsagt í þessari veislu var allt mjög amerískt en ég er að segja ykkur það að mig langar mjög að búa hér!! Myndirnar á veggjunum voru af börnunum á heimilinu, frá öllum Prom böllunum og af stráknum í ruðningbúning og svona ekta dæmi sko... Eins og heima hjá Bonnie og Nick og þeim (foreldrar Sóleyjar) þá eru einmitt myndir út um allt af stelpunum á leiðinni á Prom og svona... Svo í herberginu hennar Sóleyjar er allt út í myndum af henni og kærastanum og uppá vegg eru öll þarna blómaarmböndin sem þær eru alltaf með á þessum Prom böllum... Þetta er bara snilld sko, var svo að skoða árbókina hennar og þá var auðvitað mynd af klappstýrunum og allt að gerast sko...
En hérna eitt enn sem mér finnst svo ólíkt og það er að allir eru í svo föstum samböndum hér þegar þau eru bara 15ára eða e-ð álíka en samt eru þau svona eins og við mundum kalla á Íslandi meira svona vinir því að það er algjört tabú að vera að sofa saman svona ungur og svona... Ekki eins og heima, enginn er í sambandi og allir bara sofandi hjá öllum hehehe (eða eru það kannski bara mínir vinir) heheh djók..... ;-) En nú er ég held ég búin að blogga nóg í dag (veit samt að ég er að gleyma að segja frá e-u) en langar að biðja fólk um að kommenta og skrifa í gestabók svo ég sjái hverjir eiga leið hér um.....

Þar til næst...."Hlúðu að því sem þér þykir vænt um"....., þetta eru orð að sönnu og mig langar að biðja alla að tileinka sér þau...!!

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?