<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Þá fer þetta nú heldur betur að styttast..... 

Já gott fólk í dag fékk ég fjölskyldu í Þýskalandi, Weiss-fjölskylduna.... Það er ekkert smá gaman að vera komin með hana loksins..... Ég mun semsagt búa í suður Þýskalandi í bæ sem heitir Kupferzell og íbúafjöldin þar er u.þ.b. 5701 sem er bara mjög fínt, eins og svona 1/5 af Kópavogsbúum..... Þetta er rétt hjá Stuttgart og Nürnberg ef þið eruð einhverju nær..... Fjölskyldan mín samastendur af mömmunni sem er 45 ára og heitir Senta, pabbanum sem er 48 ára og heitir Roland, stelpu sem er 24 ára og heitir Marion og svo er líka 15 ára stelpa sem heitir Evelyn.....Mér líst ekkert smá vel á þau, er ekki búin að fá miklar upplýsingar um þau. Eitt mail sem Senta sendi mér í dag, en ég mun fá meiri og betri upplýsingar á næst dögum...... Ég veit samt að ég verð í sama skóla og Evelyn og það er mjög fínt, við getum þá verið samferða á morgnanna og ég þekki þá allavegana eina manneskju í skólanum.... Ég bara get ekki hætt að tala um þau, ég er alveg svakalega happy með þetta allt saman...... :-)
 
En að öðru.... Karen er búin að senda mér nokkur mail og það er allt það besta að frétta af stelpunni, hún er alveg svakalega ánægð þarna úti og líkar mjög vel við fjölskylduna og allt annað.... Hún sagðist vera með miklu stærra rúm en hún á hér og var alveg svakalega sæl með það..... Búin að kynnast Þjóðverja og norskri stelpu og mun sennilega vera mest með þeim. Mamma hennar er brjáluð í umferðinni og flautar bara og flautar á alla bílana og hlær svo bara.... hehe. Hægt er að fylgjast með ævintýrum Karenar á www.blog.central.is/karenrunars, hún hefur reyndar ekkert bloggað síðan hún kom út en það er aldrei að vita að henni detti það í hug við tækifæri.....
Hún Lilja litla er svo að fara frá okkur næst, 18 ágúst og það styttist óðum í það... Hún er að fara til Dóminíska Lýðveldisins eins og áður hefur komið fram, það verður gaman að sjá hvernig hún mun höndla hitan þar.... Er ekki mikið fyrir hann..... Annars er nú hún Bína að fara á undan Lilju út en það er ekki talið með því hún er fara í skrepp til Þýskalands í 3 vikur eða svo.... Og verður komin heim áður en ég fer svo ég næ að kveðja hana.....
Það sem er á döfinni á næstunni er matarboð hjá Grétu á laug. því hún er einning að fara af klakanum og ætlar að dvelja í Denmark næstu tvö árim (kemur samt heim á milli, ekki örvænta) þar sem hún ætlar að stunda nám af kappi við handboltamenntaskóla þar í landi og stefnir á að snúa til baka með stúdentspróf í farteskinu..... Það verður spennandi að sjá hvernig allir eiga eftir að plumma sig í útlandinu..... Þið getið að sjálfsögðu fylgst spennt með hér á netinu, það er linkur á bæði Lilju og Grétu hér til hliðar og þá getið þið einning fylgst með Bínu því hún og Gréta eru með sameiginlega síðu..... (okok allir sem lesa þetta vita pottþétt vel allt sem ég er að segja frá... en æi fokk it hehe) Ég býst nú við því að þær hætti því samstarfi vegna aðsetubreytinga en það mun ég tilkynna síðar... Humm, já semsagt matarboð hjá Grétu og svo veit maður aldrei hvað kvöldið ber í skauti sér, kannski e-ð skrall en það kemur bara í ljós..... 
Aðal málið um þessar mundir er ægileg partý ferð norður yfir heiðar, nánar tiltekið á fæðingarstað minn sem liggur við Eyjafjörð.... Þið megið giska hvar það er.... En allavegana já þá er ég á leið þangað ásamt fríðu föruneiti. Kaninn og systir mín hún Helga Sif verður með í för ásamt föðursystur minni, Arnhildi/Diddu sem er algjört partýljón (ekki misskilja þó ég segi föðursystir, það gæti hljómað undarlega að vera að fara að djamma með henni) en það verður geggjað skal ég ykkur segja og ég er farin að hlakka mjög til..... Ekki ómerkari manneskja en stórvinkona mín og frænka.... Telma Ýr verður einning á staðnum og þið getið bókað það að sjá mig og hana stíga trylltan dans í Sjallanum á laug. með Skímó og Í svörtum fötum.... vei vei vei.... Svo mun Bína mín mæta á laug. og vera með okkur í trylltum gír það sem eftir lifir helgarinnar.... (veit samt ekki alveg hversu lengi, ég held líka að ég sé að fara heim á sunn.) 

En allavegna, þar til næst..."They don´t know, that we know, they know we know...."
 
Ég ætlaði að setja mynd af bænum mínum en það er e-ð vesen með myndirnar.....

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?