<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Þegar kviknar á deginum og í lífinu ljós.... 

Þá er stressið fyrir ferðina byrjað að segja til sín. Ég var farin að halda að það kæmi aldrei að því. Er bara búin að finna fyrir tilhlökkun að fara en í kvöld og í gær þegar ég var með Lilju fór mér nú að vera ekki alveg sama. Lilja er að fara út á fimmtud. sem þýðir að ég er að fara að kveðja hana á morgun. Og þetta er eiginlega bara orðið of mikið. Ég fer náttlega síðust sem er kannski ekki það besta eða samt er líka hægt að líta á það þannig. Þetta er orðið svo raunverulegt og ég var að pæla í í gær hvernig jólin eiga eftir að vera. Þau verða ábyggilega smá erfið en kannski samt ekki ef að fjsk. er eins fín og mér sí/ýnist. Það er samt held ég bara um að gera að reyna að hafa mikið fyrir stafni svo maður leiðist síður út í heimþrá. Ég er búin að finna mér handboltalið sem er í næsta bæ, sama bæ og skólinn sem ég verð í og svo er einnig fótboltalið í mínum bæ sem ég hef hugsað mér að spila með ef að handboltinn er ekki að gera sig. Málið er líka að reyna að skella sér til Austuríkis á skíði eða bretti þar sem ég er nú mjög nálægt landamærunum. Jóhanna vinkona mín er að fara sem skiptinemi til Frakklands og það verður gaman að sjá hvort við gætum kannski hittst eins og eina helgi e-s staðar. Hún verður með mér í Leifsstöð þegar ég fer út því hún flýgur á svipuðum tíma en ég er hins vegar eini ísl. sem er að fara til Þýskalands svo ég verð ein í flugvélinni (eða reyndar fyrir utan alla hina sem eru að fljúga til Frankfurt haha) en já eins og ég segi þá flýg ég til Frankfurt og það tekur ca. tvo tíma að keyra þaðan og í Kupferzell (bæinn minn) og fjsk. mín ætlar að sækja mig að mér skilst svo ég er ekki að fara í e-a brjálaða lestarferð. haha ég var að fatta að ég veit ekki einu sinni hvort það er bíó eða neitt í bænum mínum..... Samt soldið vesen ef maður er alltaf að fara í næsta bæ því ég má ekki keyra þarna því skiptinemar meiga aldrei keyra. Þannig að allt lítur út fyrir það að ég verði strætómatur næsta árið.... Hressandi.



Fannst við hæfi að setja hér mynd af folunum sem spila með TSV-Kupferzell.... Fine gæjar haha


Þetta eru einu stelpurnar sem ég fann á mynd hjá þessi liði. Aldrei að vita nema ég eigi eftir að spila með þeim í vetur, verð ljóshærð í svakalegum minnihluta....


Það er best að fara að koma sér í háttinn ef maður ætlar að vera vaknaður klukkan 8:20 til að horfa á strákana "okkar". Ég hef fulla trú á því að þeir taki sig saman í andlitinu og vinni næstu leiki. Það er svo ótrúlega stressandi og pirrandi að horfa á leiki eins og á undan hafa gengið. Ég ætla samt ekki að ræða þetta frekar því þá gæti maður farið að nefna e-r nöfn og það er nú óþarfi!! En allavegana þá skulum við krossleggja fingur og biðja fyrir því besta í Aþenu á morgun.....
Oh damn ég ætlaði að setja inn mynd af mínum manni, Gylfa Gylfa en fann enga sem hægt er að taka og svo kom bara upp mynd af Kretzschmar þegar ég sló inn Gylfi Gylfason... Hvað er það??? Maður spyr sig.....

En þetta er hins vegar minn maður líka (sérstaklega þegar hann er í þessum búning) og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að hann standi sig......



Ætlaði líka að setja mynd af Degi en fann hana ekki í fljótu bragði á vefnum. Hann er minn uppáhalds þrátt fyrir allt.....


Þar til næst...."Ég elska ykkur öll ógeðslega mikið og allir svo að senda mér mail út í vetur".....

|
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?