þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Við horfum hér hvert á annað hungursaugum...
Já eins og glöggir lesendur geta getið sér til um skellti ég mér í Austurbæ á laugardaginn og sá hina stórkostlegu sýningu "Hárið"... Þetta er mögnuð sýning í alla staði og ég væri sko alveg til í að fara aftur. Við erum að tala um það að allt er ekkert smá flott, fólkið, söngurinn, búningarnir, túlkunin já bara allt saman... Ég tala nú ekki um kynþokkan sem ræður algjörlega ríkjum í þessari sýningu og ég get sagt ykkur það að Hilmir Snær er alltof alltof flottur í hippagallanum með dreddana.... Það fyrsta sem kom upp í hugann var bara að ef ég væri konan hans myndi ég sko biðja hann að koma svona heim eitthvert kvöldið eftir sýningu. Ég er að segja ykkur það að þetta var svakalegt.
Tékkið á Hilmi Snæ lengst til hægri...
En já núna eru einungis 3 dagar þar til ég legg í langferðina miklu og ég er nú farin að hlakka svolítið til en er samt ekkert að fara yfirum yfir þessu sko, bara tek þessu öllu saman með ró og svona. Síðasta djammið í Rvík var um helgina og skemmti ég mér barasta alveg konunglega bæði kvöld og ýmislegt í gangi sem hægt væri að slúðra um en ég læt það nú í friði. Svo er það ægilegt kveðjuboð hér á morgun og ég er ekki búin að gera annað í dag en að baka og tilheyrandi.... Það er skilda að koma með mynd af sér, sem ég get haft meðferðis út...
Ég var á neighbours.com áðan til að tékka hvort að það væri sýnt í Germany. En svo virðist ekki vera svo ég mun missa af ári í Neighbours. Ætli maður lifi það ekki af, er hvort sem er ekkert búin að horfa á það í sumar vegna þess að heima hjá mér er ekki keypt stöð 2 á sumrin sökum þess að maður á víst ekki að horfa á TV á sumrin.....
En allavegana þar til næst...."Saurlífi, brókarsótt, uppáferðir, öfuguggi. Faðir, hví hljómar þetta´allt svona´illa??".......
|
Tékkið á Hilmi Snæ lengst til hægri...
En já núna eru einungis 3 dagar þar til ég legg í langferðina miklu og ég er nú farin að hlakka svolítið til en er samt ekkert að fara yfirum yfir þessu sko, bara tek þessu öllu saman með ró og svona. Síðasta djammið í Rvík var um helgina og skemmti ég mér barasta alveg konunglega bæði kvöld og ýmislegt í gangi sem hægt væri að slúðra um en ég læt það nú í friði. Svo er það ægilegt kveðjuboð hér á morgun og ég er ekki búin að gera annað í dag en að baka og tilheyrandi.... Það er skilda að koma með mynd af sér, sem ég get haft meðferðis út...
Ég var á neighbours.com áðan til að tékka hvort að það væri sýnt í Germany. En svo virðist ekki vera svo ég mun missa af ári í Neighbours. Ætli maður lifi það ekki af, er hvort sem er ekkert búin að horfa á það í sumar vegna þess að heima hjá mér er ekki keypt stöð 2 á sumrin sökum þess að maður á víst ekki að horfa á TV á sumrin.....
En allavegana þar til næst...."Saurlífi, brókarsótt, uppáferðir, öfuguggi. Faðir, hví hljómar þetta´allt svona´illa??".......
Comments:
Skrifa ummæli