<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, mars 07, 2006

Sjáiði hvað hann er sætur... VÁ!!


|

mánudagur, mars 06, 2006

Mjöl 

Mig langar að þakka Karen fyrir að hafa samið svona fallegt ljóð til heiðurs mér, án efa stórskáld þar á ferð..Helgin var fjörug, Lilja átti afmæli í gær og við gáfum henni emergency kit ásamt krossorðaspilinu og pilotgleraugunum. Það vakti mikla lukku meðal viðstaddra.
Á föstudaginn fórum við Lilja á Morfís, þar sem að Verzló bar því miður ekki sigur úr bítum. Tapaði með hudrað og e-ð stigum fyrir MR sem mér fannst nú kannski soldið of mikill munur en MR-ingar áttu nú samt sigurinn alveg skilinn. Svo fórum við í bekkjarpartý hjá Stebba, það var reyndar mun fleira fólk sem var ekki úr bekknum. Þar var rosalega gaman og ég og Lilja, hrókar alls fagnaðar sem fyrr. Á laugardaginn fór ég í Kringluna með mömmu og græddi nú slatta í þeirri ferð. Um kvöldið voru við Bína heima hjá Telmu og fórum svo (reyndar án Telmu) á Rósenberg, aðal staðinn í bænum um þessar mundir. Þar sátum lengi, biðum eftir að Lilja myndi klára að vinna og koma að hitta okkur og að Karen myndi hringja. Hvorugt gerðist þó. Eða jú Lilja kláraði nú að vinna e-n tímann seint og um síðir en þá var það óheppnin sem elti hana og kom í veg fyrir að hún kæmi í bæinn. Við skiptumst á nokkrum óblíðum orðum en það gleymdist nú allt og var grafið strax. Karen hringdi svo aldrei þannig að ég og Bína vorum tvær að halda uppi stuðinu þar til Atli kom og við fórum að haga okkur þannig að Bínu fannst sem hún væri orðin fóstra tveggja 5.ára barna. En það var gaman :) Svo fóru þau skötuhjú heim en ég slóst í för með öðru góðu fólki yfir á ellefuna.
Í gær fórum við Lilja í bíó loksins eftir að vera búnar að reyna að finna álitlega mynd í Laugarásbíó þar sem Lilja átti frímiða. Höfðum loksins fundið mynd um daginn en þá var uppselt en þetta tókst svo allt saman í gær. Fórum á Match Point sem var algjör snilld. Þrusu góð mynd sem við mælum með.... Og ekki skemmir fyrir hversu mikið af fallegu fólki leikur í henni, þar má nefna ,Scarlett Johansson, Jonathan Rhys-Meyers, Emily Mortimer, Matthew Goode, Brian Cox og myndinni leikstýrir Woody Allen.
Læt þetta næja að sinni, þar til næst..."Strákur er eina efnið sem hægt er að gera mann úr"

|

fimmtudagur, mars 02, 2006

Lilja á afmæli ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn... 

Hvar værum við án forns skáldskapar? Ja, maður spyr sig. Er í óðaönn að lesa völuspá og hávamál því það er próf úr því klukkan 10 í dag. Náði með miklum sjálfsaga að lesa þetta í gær, mæti svo í skólann í dag og þá er mér sagt frá síðu þar sem hægt er að lesa þetta og fá svo orðskýringar með því að draga músina yfir þau orð sem maður vill fá skýringu á. Sniðugt ekki satt...? Hefði alveg verið til í að vita þetta í gær líka.

Þar til næst, "Þá gengu regin öll á rökstóla, ginnheilög goð..."

|

miðvikudagur, mars 01, 2006

Miðvikudagur til mæðu 

Hvernig er hægt að sofa svona frá sér lífið eins og hún Lilja Dögg er að gera í þessum skrifuðu orðum. Liggur hérna eins og skata steinsofandi við hliðina á mér, og hótaði að slá mig þegar ég reyndi að halda henni vakandi og bað hana vingjarnlega að veita mér smá félagsskap en fara ekki að sofa. Nú jæja ég verð þá bara að vera sjálfri mér nóg. Er búin að vera að vafra aðeins á netinu, ekki mikið nýtt að gerast þar frekar en fyrri daginn. Merkilegt hvað maður festist samt á netinu og eyðir tímanum í ekki neitt án þess að fatta það. Í gær gerðum við okkur dagamun ég og Lilja og skelltum okkur á "Á tjá og tundri". Ég var búin að sjá það áður en Lilja ekki og henni fannst þetta hin fínasta skemmtun og ekki náttlega skemmir það fyrir að the biggest star on stage er náttlega hún Súsa mín sæt og fín. Áberandi besti dansarinn skal ég segja ykkur, já já it runs in the family. Svo kíktum við aðeins á Rósenberg en entumst ekki lengi þar því að það var ljóðakvöld sem hefði alveg getað verið hressara. Voða fínt ef maður hefði verið í þeim gírnum en svo var því miður ekki í þetta skipti.
Óvænta gleðifrétt dagsins er að ég fékk hvorki meira né minna en 10 í dösnku hlustunarprófi. Kom mér skemmtilega á óvart.
Svakalegt með þessa stelpu sem keyrði á ljósastaurana á Sæbrautinni. Votta hennar aðstandendum samúð mína. Ótrúlegt samt að hún hafi ekki verið í belti, skil ekki hvað fær fólk til að sleppa því. Mér finnst það svo óþægilegt að keyra þannig, það er líka alltaf verið að brýna það fyrir fólki að spenna beltinn.
En já 4 vikur í það að Evy, "systir" mín í Þýskalandi komi hingað til lands í heimsókn. Hlakka voða til að sjá hana, förum út um allt að sýna henni býst ég við. Bláa Lónið, gullfoss, geysi og fl. Svo eru bara páskar og eftir það er þessi önn eiginlega bara búin. Vorprófin verða tekin með stæl og svo kemur langþráð sumar... Hlakka svo til. Stefnir allt í að þetta verði sórgott sumar, um að gera að láta það verða þannig allavegana.

Þar til næst, spennið beltinn!!

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?